Bólu Banarnir Mínir

19 Apr 2018

Nú finnst mér ég vera með nokkuð góða húð, ég legg mikið upp úr því að hugsa vel um húðina mína og passa alltaf að hreinsa hana daglega og nota gott rakakrem. En auðvitað koma tímar þar sem það sprettur upp ein og ein vinkona (bóla) og þá reyni ég alltaf að gera allt sem ég get til að losna við þær sem fyrst. 

Þessi skrif eru ekki kostuð 

 

Nú hef ég uppgötvað mitt holy grail combo sem vinnur gegn bólum sem ég fæ af og til. 

 

 

Aesop - Control

Þessa vöru nota ég að degi til. 

Þetta er lítil túpa sem inniheldur gel formúlu sem ég set beint á bólur sem ég sé að eru að myndast á andlitinu mínu. Gelið er alveg glært og þornar fljótt á húðinni - gelið er róandi, kælandi og hentar venjulegri- og viðkvæmri húð og gerir það að verkum að bólurnar ná ekki að þrífast í húðinni. 

Þessi vara er fáanleg í Madison Ilmhús - Aðalstræti 9

 

 

 

The Body Shop - Tea Tree Anti-Imperfection Night Mask

 

Eins og nafnið gefur til kynna þá nota ég þennan maska á nóttunni. Set hann alltaf á mig áður en ég fer að sofa eftir að ég er búinn að hreinsa húðina. Ef ég er með bólu sem er að vera eitthvað erfið þá set ég þykkt lag af þessum næturmaska á bóluna og leyfi honum að vinna töfra sína yfir nóttina og skola maskann síðan af um morguninn. 

Ég nota þennan maska einu sinni í viku þótt að ég sé ekki með bólu og set hann yfir allt andlitið, hann er hreinsandi, dregur úr roða, minnkar svitaholur og er mattandi. Maskinn hentar ólíukenndri húð einstaklega vel. 

 

Mér finnst gott að geyma hann inn í ísskáp milli þess sem ég nota hann.

 

 

 

Þetta eru þær tvær vörur sem ég gríp strax í þegar það mætir óboðin vinkona á fésið á mér. 

Þetta eru vörur sem ég mæli sérstaklega með fyrir þá sem eru með blandaða eða ólíu mikla húð. 

 

 

Þar til næst 

 

XXX