Next Level FaceChart

21 Apr 2018

Nú er ég mikill face chart áhugamaður og að búa til face chart er eitt af mínum helstu áhugamálum og er einnig með face chart kennslu í Reykjavík Makeup School. 

Venjulega þegar ég er að búa til face chart þá hef ég verið að notast við tilbúin face chört frá My Kit Co og ég er mjög sáttur með þau og þykir gott að vinna með þau. 

Hér má sjá autt face chart frá My Kit Co sem ég hef verið að vinna hvað mest með.

 

 

En nú hef ég verið að prufa mig áfram í að búa til face chört á alveg frá grunni, þar sem eru engar tilbúnar útínur af andliti til að miða við eða neitt álíka. 

 

Þetta eru þau tvö sem ég er hvað ánægðastur með og langar að deila með ykkur. 

Þessa skvísu teiknaði ég alveg út frá mínu eigin ímyndunarafli.

 

Þá hef ég byrjað að teikna útlínur sjálfur, stundum er ég með myndir af fyrirsætum sem ég hef verið að miða við eða þá að ég er að teikna alveg út frá ímyndunaraflinu. 

Þetta er mynd af módeli sem ég fann á Pinterest og gerði face chart af. 

 

Það tekur mig mun lengri tíma að gera face chart alveg frá grunni en það er svo ótrúlega skemmtilegt að gera þau. 

 

 

Þar til næst

 

XXX

Makeup instagram @facesbyalexsig

Instagram @alexandersig