Kúskús fyllt Zucchini

22 Apr 2018

Það er einn frábær tapas veitingastaður í Barcelona sem ég fer stundum á sem heitir Tapas by Sensei. Ég hef í síðustu tvö skipti fengið mér tapas rétt sem er kúskús fyllt zucchini og er uppskriftin innblásin af honum. Ég gerði réttinn í örlítið meiri ítölskum stíl með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og lauk, ásamt parmesansósu yfir í stað geitaostasósu. Rétturinn heppnaðist þvílíkt vel og var ótrúlega góður. Þetta er klárlega svona lúxus grænmetisréttur fyrir gott matarboð.

Hráefni


2-3 Zucchini
1 Bolli Kús kús
1 laukur
5-6 sólþurrkaðir tómatar
grænar olífur
2 hvítlauksrif
Salt og pipar

Sósan

1/2 bolli rifinn parmesan
1 bolli rómi
Salt og pipar

Ef ykkur langar að gera réttinn alveg vegan þá mæli ég með að prufa bechamel sósuna í lasagnanu sem Anna bloggaði um.
Uppskriftina af því má finna hér.

Skerið rauðlaukinn, ólífunar, sólþurrkuðu tómatana og hvítlaukinn í litla bita.
Steikið á pönnu á miðlungshita í nokkrar mínutur með salti og pipar og blandið vel saman.
Sjóðið kúskús eftir leiðbeningum. Þegar það er tilbúið bætið því við á pönnuna með grænmetinu og blandið vel saman.

Næst er það að skera þunnar ræmur af zucchini ef þú átt góðan ostaskera þá mæli ég með að nota hann en annars er bara að gera það rólega með beittum hníf.
Sneiðarnar þurfa að vera frekar þunnar til þess að geta rúllað þeim.
Steikið hvora hlið á pönnu með olíu og smá salti og pipar í 2 mínútur hlið. Rétt til að fá smá brúnan lit og mýkja það svo auðveldara sé að rúlla því saman.

Finnið til eldfast mót og pennslið smá olíu á botninn. Finnið til bretti og leggið eina ræmu í einu af zucchini. í miðjuna á ræmunni setjið skóra skeið af kúskús blöndunni og lokið svo báðum endum.
Þú þarft ekki að rúlla þeim upp heldur bara færa það yfir á eldfast mót með spaða. 
Raðið rúllunum þétt upp við hvora aðra.
Hellið síðan parmesansósunni yfir rúllurnar (ekki klára hana alla úr pottinum) og skellið þeim inn í ofn á 180° í 10-15 mín þangað til þær fara aðeins að brúnast að ofan.
Ég bar þetta fram með smá spínati undir til að fá smá ferskt með og síðan smá parmesansósu yfir ásamt saxaðri ferskri basilíku.

Ef þú ætlar að gera þennan rétt í matarboði þá finnst mér bæði rauðvín og hvítvín passa með.Er ég ein um það að finnast zucchini betra orð en kúrbítur ?
Viltu fleiri gænmetisrétti ? Láttu mig vita með því að smellla á LIKE.