Draumaskórnir loksins mínir

23 Apr 2018

Jæja ég get ekki staðist mátið, ég verð að segja ykkur frá nýju skónum mínum. 

Fyrst sýndi ég ykkur þessa skó á óskalistanum mínum um jólin en mig hefur dreymt um þá ansi lengi. Ég ákvað að gera vel við mig og fjárfesta í þessum gullfallegu skóm og sé ég sko alls ekki eftir því. Ég er miklu meira fyrir að kaupa mér fáar en gæðameiri vörur.

Það fór varla framhjá neinum en síðastliðinn sunnudag var heldur gott veður. Ég fór í stuttermabol í miðbæinn og vá hvað tilfinningin var góð. Ég var í nýju skónum mínum og lét smella nokkrum myndum af mér í outfittinu sem ég klæddist.Skór - Louis Vuitton 
Buxur - Spúútnik
Bolur - Vila
Skart & sólgleraugu - Asos


--

Þar til næst x,