Spúútnik Myndataka Vol.2

26 Apr 2018

Í seinasta mars mánuði var ég að farða í myndatöku fyrir mína heit elskuðu vintage-fatabúð Spúútnik. 

Ég sýndi ykkur myndir úr fyrstu Spúútnik tökunum sem við vorum með og ætla því nú að sýna ykkur myndirnar úr seinustu tökunum. 

.Ef einhver ykkar sáuð ekki færsluna úr fyrstu tökunum þá getið þið séð þá færslu hér - http://femme.is/is/read/2017-12-14/spuutnik-myndataka/

 

 

Að þessu sinni var þema tökurnar high fashion meets vintage. Okkur langaði að hafa umhverfið frekar fínt og gamaldags og fundum þá hið fullkomna húsnæði til að mynda í sem var í Iðnó. Ekkert smá fallegt húsnæði og margir möguleikar þar inni. 

 

 

Þeir sem komu að þessum tökum voru þær Karin Sveinsdóttir sem sá um stíliseringar, ljósmyndarinn Vaka Alfreðsdóttir og Thelma Torfa fyrirsæta. Þetta eru allir þeir sömu og voru í fyrstu Spúútnik tökunum og einstaklega gaman og gott að vinna með vinum sínum að svona verkefnum. 

 

 

Eins og ég sagði áðan að þá eru þetta alltaf jafn skemmtilegar tökur og hlakka til næstu. 

Takk fyrir mig í bili <3 

 

Þar til næst 


XXX