NÝ UPPÁHALDS FLÍK

30 Apr 2018

Ég keypti mér nýverið þennan tryllta samfesting frá einu af mínu uppáhalds merki, Ganni. Samfestinginn fékk ég í Geysi en ég er að elska þetta vinnufatalúkk sem er að koma sterkt inn í sumar. Ég er nokkuð viss um að ég hafi keypt næstsíðasta eintakið en hann er fáanlegur á netinu hér
_________________

Það var smá sumarfílingur í mér í síðustu viku, ég ásamt nokkrum vinkonum og hundum kíktum á kaffihús og bæjarrölt í gluggaveðrinu. 
Það fengu nokkrar outfitmyndir að fylgja og Roskó fékk að sjálfsögðu að vera með enda flottasti fylgihluturinn. 
Ég er nokkuð viss um að þessi þægilega flík verði ofnotuð í sumar. 


Þangað til næst,
xx