Píramídasprettir

30 Apr 2018

Mig langar að deila með ykkur prógrammi af píramídasprettum.

 Ein af mínum bestu vinkonum, Vala er ein af duglegustu konum sem ég þekki. Hún æfir á hverjum degi og er alltaf að gefa mér góð ráð varðandi æfingar. Hún sagði mér frá frábæru hlaupaprógrammi sem samanstendur af sprettum. Hún var svo yndisleg að leyfa mér að deila því með ykkur.
 

Þeir hljóma svona:
Þú stillir hlaupabrettið á þægilegan hraða, ég t.d. flakka á milli 11 og 12.
Svo skiptist þetta í 30 sek á brettinu og 30 í pásu, en í halla. 
Hallinn byrjar í 5% en hækkar um einn heilan eftir hvern sprett. 

30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 5%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 6%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 7%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 8%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 9%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 10%
30 sek pása

-- Eftir að hafa náð 10% halla þá er byrjar maður að lækka sig aftur niður í 5% (Píramídi)

30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 9%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 8%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 7%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 6%
30 sek pása
30 sek sprettur á hraða 11/12 í halla 5%
 

--

Trúið mér þetta prógramm er hrikalegt. Ég hélt að það myndi líða yfir mig á tímabili en vá hvað mér leið vel eftir þetta.
Ég mæli mjög mikið með þessum sprettum til þess að rífa upp púlsinn og svitna vel!


Þar til næst x,