Leyndardómar acai berjanna ásamt uppskrift af ljúfengri acai skál

01 May 2018

Vissir þú að Acai berin eru eitt af því hollasta sem til er, það er ekki að ástæðulausu að þau séu kölluð ofurfæða.

Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur í gjöf frá vefversluninni www.ofurfæði.is. Ég mun á næstu dögum sýna ykkur frá vörunum sem ég fékk og hvað hægt sé að búa til úr þeim.

Mig langar að segja ykkur fyrst frá Acai duftinu. Acai dufið er búið til úr acai berjum en þau eru ofurfæða sem samanstendur af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum, trefjum og amínósýrum. Acai duftið er 100% lífrænt, vegan og glútenfrítt. 

Acai berin hafa fimm heilsubætandi áhrif (Tekið af www.ofurfaedi.is)
1. Þau eru stútfull af andoxunarefnum
2. Yngir og bætir húðina
3. Bætir minni og einbeitingu ásamt því að minnka stress
4. Jákvæð áhrif á matarlöngun og þyngdartap
5. Bætir meltinguna

Það hafa líklega flestir heyrt af hinni frægu acai skál.  Smoothie skálar eru að verða vinsælli og vinsælli, sérstaklega erlendis. Það sem acai skálin hefur fram yfir aðrar smoothie skálar eru acai berin. Mig hefur alltaf langað að prófa þessi frægu ber og varð því ansi glöð að heyra að Ofurfæði væri að bjóða uppá acai duft.

Í gærkvöldi ákvað ég að útbúa acai skál í kvöldmat. Útkoman var svo sannarlega engin vonbrigði, því ætla ég að deila henni með ykkur. 

Acai Skál
1msk af Acai duftinu frá Ofurfæði
Hálfur banani
Lúka af frosnum hindberjum
Lúka af frosnu mangói
Hálf appelsína
Kókosmjólk

Toppuð með:
1msk Laktósafrítt grískt jógúrt frá Örnu
Ristaðar kókosflögur
Gojiber
Frosin hindber
Nokkrar línur af döðlusýrópi
 Ég mæli hiklaust með þessari ljúfengu ofurfæðu-bombu.
Fyrir ykkur sem langar að lesa meira um acai duftið frá Ofurfæði þá er hægt að lesa allt um duftið hér.

!Afsláttarkóði!
Þessa vikuna fá allir mínir lesendur 10% afslátt af öllum vörum inná www.ofurfæði.is með kóðanum annabergmann.

--

Njótið vel x,