Útvíðar buxur fyrir sumarið!

02 May 2018

Ég hef alltaf átt í svakalegu basli með þessa útvíðu buxnatísku eins mikið og mig langar að fitta inn. Ég er búin að máta svo ótrúlega margar týpur úr mismunandi efnum og sniðum en mér finnst ekkert fara mér nægilega vel. Ég ákvað að gefa þessum séns og þær fengu að koma með mér heim um daginn og ég er ekki frá því að ég sé sátt við þær. Efnið er frábært og mér líður bara vel í þeim. Kannski kannast fleiri með læri í stærri kantinum við þetta ströggl en hang in there! Vonandi finnið þið líka týpu sem fer ykkur haha! 

Buxur - Galleri Keflavík
Jakki - Asos
Skór - Nike Air Force 1
Gleraugu - Zara


Gleðilegt sumar, þar til næst x