Ítalskt stökkt kjúklingasalat

03 May 2018

Það er hægt að gera ótal margar aðferðir af góðu kjúklingasalati sem geta verið einföld og með fáum hráefnum. Hér er eitt stökkt og gott ítalskt kjúklingasalat.



Kjúklingurinn


2 kjúklingabringur eða kjúklingalundir
1 egg
hveiti
brauðrasp
1 tsk oregano
salt & pipar

Taktu til saman þrjá diska, hrærðu saman egg í einum, hveiti í næsta og brauðrasp, salt, pipar og oregano í þann þriðja.

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar niður ræmur.
Dýfið henni í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í brauðraspblönduna.

Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og fáið pönnuna á miðlungs til háan hita.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrún á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.

Salatblanda

Salatblanda
½ rauðlaukur
5-6 sólþurrkaðir tómatar
Grænar eða svartar ólífur
Fetaostur
Balsamik gljái