Óskalistinn minn

05 May 2018

Eins og oft er sagt þegar manni langar rosalega í eitthvað - maður getur látið sig dreyma… Og ég er sko heldur betur búinn að láta sjálfann mig dreyma upp á síðkastið. 

Ég er alltaf að skoða í búðum, á netinu og tímaritum og finn mér oftar en ekki eitthvað skemmtilegt sem ég ætla vonandi einn daginn að eigna mér. 

Á meðan ég geri mér upp plan um hvernig ég get gerst milljónamæringur þá læt ég mig dreyma og hægt og rólega bæti ég við hinum ýmsu hlutum í óskalistann minn. 

 

 

Pat McGrath Labs

Eins og ég hef oft talað um áður að þá er ég mjög mikill aðdáandi förðunarfræðingsins Pat McGrath, en hún er búinn að vera að slá í gegn með förðunar línunni sinni P.M. Labs

Þetta eru snyrtivörur sem mig dreymir um að eignast. Ég væri eflaust búinn að eyða alleigunni minni í vörurnar hennar ef þær væru seldar hér á landi, sem þær því miður eru ekki.

Bíð spenntur eftir tækifæri á að fá að kaupa mér eitthvað frá þessu merki. 

 

 

Balmain x Olivier Rousteing 

Þessa trylltu peysu sá ég á instagram síðuni hans Sir John sem var á þeim tíma að sjá um farðanir á tískusýningu fyrir Balmain með fatnaði sem var hannaður af fatahönnuðinum Olivier Rousteing sem vinnur einmitt fyrir Balmain. 

Síðan ég sá þessa peysu fyrst hef ég ekki getað hætt að hugsa um hana, ég er ástfanginn af henni, klikkuð details í henni og auðvitað sturluð hönnun. 

 

 

Ds & Durga

Eins og ég hef sagt ykkur frá áður að þá eru ilmvötnin frá Ds & Durga í miklu uppáhaldi hjá mér og nú fer Burning Barbershop flaskan mín að klárast og það sem ég myndi ekki gera fyrir að eiga eitt stykki af hverju og einu ilmvatni frá þessu merki. 

 

 

Bio Effect 

Einu sinni fékk ég Bio Effect EGF Serum-ið að gjöf og notaði það daglega þar til flaskan kláraðist. Ég fór að sjá mjög mikinn mun á húðinni minni og hef alltaf verið mjög spenntur fyrir því að eignast fleiri vörur frá þessu merki og  kynnast því betur. 

 

 

Aftur Kögurpeysur 

Aftur er ein af mínum uppáhalds fatabúðum og er ég nú legi búinn að vera vægast sagt heitur fyrir kögurpeysunum þeirra. Þær eru bútasaums flíkur úr allskonar mynstruðum prjónapeysum og með leður kögri. 

 

 

Dr Martens x COMME des CARCONS HOMME DEUX 

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Dr Martens skónna og hvað þá Dr Martens x COMME des CARCONS

Þeir eru sturlaðir, þetta eru í rauninni sömu klassísku Dr Martens skórnir með smá COMME des CARCONS tvisti. 

 

 

Weekday Tristan Checked Coat 

Trilltur röndóttur ullarfrakki frá Weekday. Það þarf ekki að segja neitt meira en það og þá er búið að selja mér þetta. In LOVE!

 

 

Þetta er smá svona brota brot af þeim hlutum sem eru á mínum óskalista og ég er búnn að setja mér það markmið að eignast þessa hluti einn daginn. 

 

 

Þat til næst 

 

XXX