Fjólubláar flíkur

06 May 2018

Núna er kominn tími til þess að taka fram sumarlegu flíkurnar og pakka saman rúllukraganum. Ég er að vonast til þess að ef ég klæði mig sumarlega þá hætti að snjóa .. 

Allavega við skulum hugsa jákvætt og snúa okkur að sumarlegum litum. Ég hef mikið verið að sjá fallegar ljósfjólubláar flíkur í kringum mig, aðallega erlendis. Þessir litir kallast lilac og lavender. Mjög skemmtilegir og fallegir litir sem hægt er að leika sér með. 

Ég tók saman smá innblástur Ég tók saman þær flíkur og aukahluti sem ég hef haft augastað á og hvernig ég myndi raða saman flíkunum.
Ég er allavega mjög skotin í þessum litum og hlakka til að fjárfesta í fjólublárri flík.
Samfestingurinn frá M.i.h. mætti t.d. alveg verða minn!

--

Þar til næst x,