Steldu stílnum vol.6

06 May 2018

Yfir daglegu rútínunni þegar ég kjarna mig upp í sófa með kaffibolla og Pinterest, þá skaust þessi mynd upp á feed-ið mitt. Litapallettan er ekki mikil en heillaði mig samt sem áður. Þessi græni litur er að koma sterkur inn, ég sé hann vera bregða meira og meira fyrir. Persónulega er ég alveg orðin húkt á honum og langar að bæta honum við hérna heima. 

Ef þetta svefnherbergi er að heilla þig þá er mjög auðvelt að copy-a það. 

Litur á vegg    -    Hlýr frá Slippfélaginu.
Ljós    -    Fakó
Myndir    -    Society6.com
Vegglampi    -    Línan
Púði    -    Línan
Hauskúpa    -    Reykjavík Design
Órói    -    Fakó
Bekkur    -    Ikea