Spaghetti Carbonara

07 May 2018

Ég hef sett þessa uppskrift áður á bloggið en ég ákvað að endurnýja myndirnar og laga textann og minna aftur á þennan frábæra rétt.
Þetta er ekta ítalskt spaghetti carbonara. Einn af mínum uppáhalds sjónvarpskokkum var hinn ítalski Antonio Carluccio, ég treysti honum mikið þegar það kemur að pasta og ítölskum réttum. Þó svo að yfir ævina hafi mér ekki fundist Carbonara neitt sérstaklega spes en komst þá að því að ég hafði í raun ekki smakkað neitt alvöru ítalskt spaghetti carbonara. Þetta er klárlega besta uppskriftin af því sem ég hef smakkað.
Uppskrift fyrir 2.

Spaghetti ca. 100g á mann

25 g beikon

2 teskeiðar olífuolía

2 egg

50 g parmesan ostur

svartur pipar

 

Sjóðið heitt vatn með smá salti en engri olíu í ca 10 mín eða það sem stendur á pakkanum.

Á meðan hitiði pönnuna með ólífuolíunni og steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt.

Aðskiljið eggjarauðurnar og setjið í skál, rífið parmesan ostinn og setjið yfir eggin og hrærið vel saman, og piprið svo með svörtum pipar.
Það þarf ekki salt því beikonið gefur frá sér svo mikið saltbragð.

Þegar spagettíið er orðið tilbúið þá sigtiði þið það frá vatninu og hellið því yfir á beikonpönnuna og blandið vel saman þannig að pastað er þakið olíu og beikoni, slökkvið undir pönnunni.
Hellið síðan eggjablöndunni yfir og hrærið saman. Hitinn á að vera farin vel niður þar sem eggin eiga ekki að vera eins og þau séu "scrambled".

Með svona frekar þungum pastarétt finnst mér oft gott að bjóða uppá ferskt salat með. Í þetta skipti skar ég niður tómata og mozzarella ost með ólífuolíu og balsamic ediki. Var svo með gott hvítvín með pastanu sem passaði fullkomlega með.