Fullkomin uppskrift af hollum próteinpönnukökum

10 May 2018

Mér til mikillar gleði hef loksins masterað hina fullkomnu uppskrift af próteinpönnsum!

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Ofurfæði.is
--
Ég hef verið að prófa hinar ýmsu uppskriftir en aldrei verið nógu sátt með útkomuna. Mér hefur þótt þær brenna léttilega við, verið of þunnar, ekki nógu bragðgóðar og seigar. Pönnukökurnar sem ég gerði í morgun voru hinsvegar þéttar, rosalega bragðgóðar, steiktust vel og léttilega og voru eiginlega bara ljúfengar í alla staði!

Ég má til með að deila með ykkur uppskriftinni

Próteinpönnsur fyrir 4 (u.þ.b 12 stk)

1 og 1/2 banani
3 egg
1 skeið súkkulaði hrísgrjónaprótein frá Ofurfæði
2 dl hafrar 

--

Öllu blandað saman í Nutribullet og steikt á góðri pönnukökupönnu. Ég kýs að steikja uppúr pam spreyji sem er búið til úr kókosolíu. Ég bar pönnukökurnar fram með súkkulaðismyrju frá Good Good Brand, hindberjum, döðlusýrópi og kókosflögum.Próteinið sem ég notaði fæst hjá Ofurfæði.is og er lífrænt hrísgrjónaprótein með súkkulaðibragði.

Þar sem að ég er með mjólkuróþol þá hefur mér alltaf þótt erfitt að finna mér bragðgott vegan prótein. Ég hef prófað allskonar en ég er ekki frá því að þetta hrísgrjónaprótein eigi vinninginn!

Próteinið er lífrænt, vegan, glútenfrítt ásamt því að innihalda allar 9 lífsnauðsynlegu amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast. Það er bragðbætt með lífrænu kakódufti ásamt lífræns kókospálmasykurs.

Það er mér mjög mikilvægt að vita hvað ég sit ofaní mig og er ég að verða mikið meðvitaðri um það. Þegar það kemur að því að velja sér prótein sem er bæði notað í matargerð og tekið inn eftir æfingar þá er það ekki síður mikilvægt. 
Það er hægt að lesa betur um próteinið hér!Afsláttarkóði!

Allir mínir lesendur fá 10% afslátt af öllum vörum inná www.ofurfæði.is með kóðanum annabergmann.
 

--

Njótið vel x,