Workout app

13 May 2018

Ég má til að deila með ykkur snilldar appi sem ég fann fyrir tilviljun.

Ég hafði misst allan eldmóð fyrir ræktinni og komin með nóg að því að gera alltaf það sama.
Ég ákvað því að fara að leita mér af sniðugum öppum og rakst á 7M Women

Ps .. appið er alls ekki bara fyrir konur eins og nafnið gefur til kynna.


Það er hægt að velja um mismunandi prógrömm eins og 7 minute classic, 7 minute sweat, easy aerobics, beginner abs, bikini body, slow burn o.s.frv. 
Prógrömmin eru 7 til 15 mínútna löng og er einungis unnið með þína eigin líkamsþyngd.
Mér finnst þetta ótrúlega sniðugt og hentar mér mjög vel þar sem að ég get ekki verið að taka miklar þyngdir eftir að ég brotnaði. Ég er ennþá að vinna upp tapaðan vöðvamassa og ég finn að ég á enn ágætlega langt í land. Ég hef verið að taka t.d. eitt prógram nokkrum sinnum eða tekið nokkur mismunandi prógröm samfleytt. Það þægilega við æfingarnar er að þær þarfnast ekki neinna tækja né lóða. Eina sem maður þarf er sjálfan sig, síma og vatnsbrúsa. Svo er auðvitað sniðugt að vera með dýnu og pall sem maður getur gert æfingar á en það er alls ekki must. Ef æfingarnar eru of auðveldar þá er hægt að bæta við lóðum eða eins og ég gerði í dag, sippa á milli setta - til þess að auka brennsluna ennþá meira. Ég mæli klárlega með að kíkja á þetta sniðuga app ef ykkur vantar hugmyndir af skemmtilegum æfingum. 


Þar til næst x,