Lét Hárið Fjúka

14 May 2018

Ég lét verða af því sem mig er búið að langa til að gera lengi og ég snoðaði mig. Ég hef einusinni gert það áður og það var fyrsta skiptið sem ég gerði það. Á þeim tíma var það rosalega stór ákvörðun að taka fyrir mig vegna þess að hárið mitt hefur alltaf verið mjög stór partur af mér og mínum stíl og hef alltaf lagt mikinn metnað í að hárið líti vel út. 

Nú ákvað ég að gera það aftur þar sem ég er að fara til Krítar í dag. Ég er með svo rosalega þykkt hár að þegar ég fer í mikinn hita, þá bæði bráðnar allt hárvax af hausnum á mér og ég geng um eins og rolla eða þá að það hreinlega stendur bara út í loftið í allar áttir. 

Þetta er ekki eitthvað sem ég nennti að fara að vesenast í, í fríinu mínu svo ég lét hárið bara fjúka 

 

 

Þar til næst

 

XXX