Gráleitt veður kallar á gulan kjól

15 May 2018

Ég fékk ótrúlega margar spurningar varðandi kjólinn sem ég klæddist um seinustu helgi.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að dressa mig upp og hvað þá á sumrin. Veðrið er ekki beint búin að leika við okkur en ég er á því að við eigum að klæðast skærum og fallegum sumarflíkum þrátt fyrir grá ský.

Þessi sunnudagur bauð svo sannarlega uppá það. Það var heldur kalt en ég ákvað að leyfa því ekki að ráða hverju ég klæddist. Svo að ég fór í gulan kjól, hvíta strigaskó og leðurjakka - Mjög svo sumarleg!Kjóll - Mango
Leðurjakki - All Saints
Strigaskór - Nike Air Force 1
Taska - Mango

 

Í seinustu viku klippti ég mig líka stutthærða svo að hér sjáiði útkomuna. Ég er vægast sagt ánægð og er þvílíkt að fíla mig svona - svo má ekki gleyma  hversu ótrúlega þægilegt þetta er.

Þennan fallega sunnudag fór ég með góðri vinkonu í hið vikulega bæjarrölt og settumst við niður og ræddum allt á milli himins og jarðar! Mjög svo rólegur en yndislegur dagur.
Svona dagar eru líka mikilvægir, þeir kenna manni að njóta þess að gera eiginlega bara ekki neitt! Það er ekki á hverjum degi sem að maður fær að eiga svoleiðis lúxus daga.

--

Ég verð að leyfa smá texta að fylgja, en honum deildi ég á Instagramminu mínu við mynd hér að ofan.

"Um daginn sagði ég við Thelmu bestu vinkonu mína að ég hefði aldrei verið jafn hamingjusöm og akkúrat núna. Ég er samt sem áður mannleg með bilaðalega mikið af tilfinningum. Stundum vakna ég þung og leið en stundum glöð og full af ást. Hamingjan og jafnvægið í hjarta mínu hefur aldrei verið jafn mikil og núna. Ég er svo glöð. Það er allt bara svo frábært. Lífið er yndislegt og stútfullt af tækifærum. Lífið er núna 💛 "

Mér þykir þetta góð áminning til allra að við erum hvert og eitt einstaklingar með heilan aragrúa af tilfinningum. Leyfum okkur að líða eins og okkur líður. Ég er ótrúlega hamingjusöm en sl. árið hef ég líka unnið mikið í sjálfri mér og breytt algjörlega um lífsvenjur. Ég hef loksins fundið sjálfa mig aftur og líður vel í eigin skinni. Sjálfsvinna er ein besta og mikilvægasta vinna sem við getum tekið að okkur.
Eitthver vitur mælti "Við uppskerum eins og við sáum". Það á einnig við um sjálfsvinnu. 


Þar til næst x,