ILIA Cosmetics

17 May 2018

Að þessu sinni langar mig að segja ykkur aðeins frá vörum sem ég var að fá. En þetta eru vörur sem ég hef verið mjög spenntur fyrir og er gjörsamlega dolfallinn fyrir. En það er merkið ILIA Cosmetics sem hefur fangað förðunarfræðings hjartað í mér að þessu sinni. En þær snyrtivörur fást í snyrtivöruversluninni Nola í Katrínartúni eða þá nola.is 

Þessi skrif eru í samstarfi við Nola.is

 

En til að segja ykkur aðeins frá merkinu sjálfu, þá leggja frameiðendurnir á bakvið snyrtivörumerkið mjög mikila áhreslu á að framleiða gæða vörur sem eru hreinar og sem minnst skaðlegar fyrir húðina okkar. Húðin er stærsta líffærið okkar og það er eins gott að við hugsum vel um það og þess vegna finnst mér svo gaman að getað notað snyrtivörur sem bæði sitja mjög hátt á gæðaskalanum og eru ekki skaðlegar fyrir húðina okkar. 

Manneskjan á bak við merkið heitir Sasha Plavsic og kemur frá Vancouver í Kanada. Sem barn glímdi yngri bróðir hennar Zachary Ilia við mikinn astma og margskonar fæðuofnæmi, móðir þeirra lagði mikið upp úr góðu mataræði fyrir börnin sín og var með einungis lífrænt mataræði, sem skilaði þeim árangi að Zachary Ilia  er alveg laus við veikindi sín sem hann barðist við í barnæsku og er daginn í dag samstarfsamaður Sasha á bakvið snyrtivörumerki ILIA.

 

En eins og ég hef sagt áður að þá skirfa ég ekki um vörur nema ég hafi 100% trú á vörunum og sé búinn að prufa þær nokrum sinnum.  

 

 

True Skin Serum Foundation 

Það sem stóð hvað mest upp úr fyrir mér hjá ILIA eru True Skin Serum farðinn, ég er sjaldan séð jafn fallega og náttúrulega áferð á farða og á True Skin farðanum. Hann er mjög léttur og gefur frá sér meðal þekju. Ég er miklu meira fyrir að vinna með meðal þekju frekar en fulla þekju vegna þess að mér finnst það bara persónulega koma miklu náttúrulegar og betur út.  Það er serum í farðanum sem nærir húðina meðan farðinn er á húðinni sem er roslaega góður kostur. 

Förðun eftir mig þar sem ég notaði True Skin Foundation í litunum SF1 og SF9 

 

Multi-Use

Cosmic Dancer

Polka Dots & Moonbeams

Nú er ég mikið fyrir það að nota kinnaliti og highlightera. Og nú er ILIA  með tryllt fallega krema kinnaliti og highlightera í stift formi. Eftir að ég prufaði þessi stifti frá merkinu komst ég að þeirri niðurstöðu að krem kinnalitir og highlighterar eru svo miklu náttúrulegri heldur en í prúður formi. Hentar mjög vel þeim sem eru að vinna með no makeup-makeup lookið. 

Kinnaliturinn Cheek to Cheek 

En þessar vörur eru multi use sem þíðir að það er einnig hægt að nota þær á augu og varir. 

Förðun eftri mig þar sem ég notaði True Skin Serum foundation og Multi Use stiftin 

 

 

Fade Into You 

Nú er ég ekki mikið fyrir að nota prúður í förðunumnema það sé bara undir augun, kringum nef og fremst á ennið. En þetta prúður er búið að breyta þeirri venju minni, það er það sem maður kallar ,,translucent´´ eða glært prúður og það no joke sést ekki á húðinni, fullkomið undir augun og t-svæðið og jafnvel yfir allt andlitið. Umbúðirnar eru mjög vel hannaðar á þessu púðri þar sem það er hálfhringur sem maður getur notað til að loka fyrir götin inn í dolluni, sem gerir það að verkum að þegar maður opnar dollunar fer ekki laust púður út um allt. 

 

 

White Rabbit Lip Gloss

Ég er mikill aðdáandi vara glossa og er mikið fyrir það að vinna með glæra glossa en stundum langar manni bara í smá auka pop í varirnar. Þessi gloss er glær eins og ég vill hafa þá, en hann er einnig með smá sanseringu í sem gefur vörunum aðeins meiri gljáa og liftingu. Mjöög fallegur gloss, góður fyrir þá sem vilja náttúrulegar varir með smá pop-i. 

Þeir eru til í mörgum mismunandi litum og er klárlega að fara að bæta fleirum við í ILIA safnið mitt!

Förðun eftir mig þar sem ég notaði White Rabbit glossinn

 

Ég er svo sáttur með þessar vörur og merki og hlakka mjög mikið til að halda áfram að prufa mig áfram í því. 

 

 

Þar til næst 

 

XXX