BBQ Chickpeas chop salad

23 May 2018

Þetta salat er ótrúlega fljótlega gert og rosalega gott. Ég gerði uppskriftina á instastory á sínum tíma og margir sem báðu mig um uppskrift. Seint kemur en kemur þó. Fullkomin réttur fyrir meatless monday eða alla aðra daga ef þú hefur lítinn tíma.1 Krukka kjúklingabaunir
BBQ sósa
Romain kálhaus 
Maísbaunir (lítil krukka)
1/2 pakki kirsuberja tómatar
3-4 Gulrætur
1/2 Rauðkálshaus
Lúka af rifnum osti
Ranch dressing eða góð jógúrt dressing.


Skerið kálið niður í skál ásamt tómötum, maísbaunum og rifnum osti. 
Rífið niður með rifjárni gulrætur og rauðkálið og setjið í skálina.
Setjið ranch sósuna ofan í skálina og blandið öllu vel saman.

Takið kjúklingabaunirnar og sigtið vatnið frá og skolið aðeins undir vaskinum.
Setjið síðan á pönnu undir miðlungsháan hita með smá olíu, salti og pipar.
Steikið í rúmar 5 mínútur og bætið síðan við eins og 3 matskeiðum af BBQ sósu eða þar til þær hafa þakið vel baunirnar og steikið í 2 mínútur í viðbót.
Hellið síðan BBQ baununum yfir salatið.

Einfalt, fljótlegt og alveg rosalega gott.


Fleiri meatless monday rétti ?
Látið mig vita með að smella á LIKE.