Reynsla mín af Organi Cup

23 May 2018

Ég verð að viðurkenna að það er ekki langt síðan að ég varð meðvituð um allt óþarfa rusl sem ég hendi á hverjum degi. Sem neytendur verðum við að vera meðvituð um þessi málefni.

Ég fór að hugsa um magnið af túrtöppum sem ég hendi í ruslið eða jafnvel klósettið í hverjum mánuði og þar af leiðandi magnið á ári hverju. Tölurnar voru frekar trylltar.. Rannsóknir sína að hver kona hendir um 11.000 túrtöppum á lífsleiðinni. Það er um 30kg af rusli. Ég er að taka lítil skref í þá átt að vera umhverfisvænni og meðvituð um fallegu náttúruna okkar. Hún er ekki sjálfgefin. 
Ég sá auglýsingu á Instagram frá fyrirtækinu Organi Cup um umhverfisvæna álfabikara. Þegar ég byrjaði á blæðingum þá tók ég þá ómeðvituðu ákvörðun um að álfabikar væri ekki fyrir mig og að ég vildi bara nota túrtappa eins og stóru stelpurnar. Ég hafði aldrei prufað álfabikar en eftir að hafa séð þessa auglýsingu þá ákvað ég að panta mér einn og allavega prufa. 

Organi Cup álfabikararnir leka ekki og það er hægt að vera með þá í 12 klukkutíma í senn. Álfabikarinn er búinn til úr 100% sílikoni, hann er án allra ilm- og aukefna og er ofnæmisprófaður. Hann kemur í tveimur stærðum, fyrir þær sem hafa átt börn og þær sem hafa ekki átt börn. Eftir notkun er álfabikarinn þrifinn og svo er hann notaður aftur. Hann kostar ekki nema 24 evrur og hægt er að eiga þann sama í mörg ár. 

En jæja að minni reynslu ..

Ég semsagt tók hann með mér til Milano því ég átti að byrja á blæðingum þar. Ég auðvitað byrjaði á þeim degi sem ég og mamma fórum að hjóla um alla borgina. Ég, kvíðasjúklingurinn var búin að ímaynda mér að bikarinn myndi detta úr mér á meðan ég væri að hjóla og ég myndi því líta út eins og ég hafði verið stungin í kviðinn. Engar áhyggjur, það gerðist ekki. Það kom ekki einn lítill blóðdropi allan daginn og ég hjólaði ansi langt. Mín reynsla allt í allt var eiginlega bara stórkostleg.Svo má ekki gleyma hversu dýrir túrtapparnir eru .. 
--

Ég hef sagt skilið við túrtappa og dömubindi. Þetta er mitt litla skrefið í átt að umhverfisvænu lífi. Ég mæli með að allar konurnar sem eru að lesa þessa færslu taki sér nokkrar mínútur til að skoða síðuna hjá Organi Cup.


Þar til næst x,