Trufflupasta með stökkri parmaskinku

25 May 2018

Hér er frábær lúxus uppskrift fyrir helgina, trufflupasta með stökkri parmaskinku, parmesan og klettasalati. Vörurnar fékk ég að gjöf frá frábærri vefverslun sem heitir portarossa.is þar sem ítalskar hágæða vörur fást sem eru sérstaklega vel valdar. Þar er hægt að fá pasta, olíur, sultur og fleira. Einnig ýmislegt annað á borð við kerti, súkkulaði og aðrar skemmtilegar gjafavörur.
 

Þegar ég hugsa um ítalska matargerð þá hugsa ég alltaf um einföld en góð hráefni og það er einmitt það sem þessi uppskrift er. Þarna eru ótrúlega fá en samt sem áður gæða hráefni sem algjörlega gera þennan lúxus pasta rétt. Við erum með trufflupasta, parmesan ost, hráskinku, klettasalat og ítalska hágæða ólífuolíu.
Það sem ég hef lært á því að ferðast um Ítalíu og búa á Spáni er að ólífu olía er ekki bara ólífu olía. Þau hjá PortaRossa selja kaldpressaða frá Veroni, Toscana á Ítalíu. Hún er alveg frábær og passar vel með öllum mat. Olían er 100% ólífuolía og eru ólífurnar handtíndar í nóvember og fara beint í pressu. Hún er ótrúlega góð yfir salat, yfir kjöt og fisk. Mér þykir hún einnig frábært til í dýfa í brauð eins og ég gerði með þessari máltíð.Pastað fékk ég einnig að velja mér frá þeim og valdi ég strax trufflupastað því ég er mikill aðdáandi á mat með trufflum. Pastað er með hvítum trufflum og best er að leyfa trufflubragðinu að njóta sín og vera þá ekki með of mikið af hráefnum þegar það er borið fram. Bragðið af því er ótrúlega gott og fullkomlega mikið.100 g af pasta fyrir hverja manneskju
1 pakki parmaskinka
1 lúka af klettasalati
Parmesan ostur
Hágæða ólífu olía
 

Byrjaðu svo að sjóða pastað eins og leiðbeiningarnar segja til um, hafðu smá salt í vatninu.
Skerðu parmaskinkuna í þunna strimla og steiktu síðan á pönnu á miðlungshita í svona 5 mínútur. Settu hana síðan á disk með eldhúspappír undir svo mesta olían fari af og skinkan verður stökk og bragðgóð.

Taktu smá af pastavatninu til hliðar í bolla og helltu smá á pönnuna til að bleyta aðeins upp í. Settu síðan spaghettí-ið á pönnuna og hrærðu saman við parmesan ostinn og ólífuolíuna.  Hrærðu vel í og bættu við eins og lúku af klettasalati, blandaðu þessu öllu saman, ef þetta verður klístrað og erfitt að blanda bættu þá við smávegis af pastavatninu til að losa um.

Gott er að bera fram brauð með og dýfa í ólífu olíuna. Með pastanu mæli ég einnig með því að hafa meiri parmesanost, ferskan svartan pipar og gott hvítvín.