Gallaskyrta frá Blitz

27 May 2018

Ég eyddi seinustu helgi í London hjá Sigurbjörgu bestu vinkonu minni. Að sjálfsögðu fengu nokkrir fallegir hlutir að fylgja mér heim. 

Ég tók einn hring í vintagebúðinni Blitz á Brick Lane, hún er klárlega ein af mínum uppáhalds second hand búðum og mæli ég svo sannarlega með að kíkja í hana ef þið eruð í London. Eins og fleiri vintagebúðir þá hefur Blitz verið að endurhanna gamlar flíkur, þar á meðal gallaskyrtuna sem ég fékk mér. 

Mig langar að deila með ykkur myndum af outfitti þar sem ég klæddist m.a. gallaskyrtunni.Ég varð strax mjög skotin í smáatriðunum og dýrka þessar ruffles á neðripartinum af skyrtunni.
Ég sé fram á að nota þessa skyrtu ótrúlega mikið bæði í sumar við léttklæddari outfit og auðvitað í vetur.

Gallaskyrta - Blitz
Silkibuxur - All Saints
Jakki - Kenzo 
Strigaskór - Nike
Hattur - Asos


Þar til næst x,