Spænskur þorskréttur

28 May 2018

Eftir að hafa búið á Spáni hef ég reglulega smakkað allskonar fisk sem er eldaður með hráskinku eða chorizo pulsum en ég hef aldrei eldað svoleiðis rétt sjálf. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir og púslaði svo saman því sem mér leyst best á. Ótrúlega fá hráefni sem þarf í þennan rétt en hann heldur betur slóg í gegn hér heima. Þetta er eitthvað sem ég mun klárlega gera aftur. Rétturinn er líka ótrúlega fallegur, ferskur og góður og hentar vel í matarboð með lítilli fyrirhöfn með góðu hvítvíni.

Fyrir 6

Hráefni

1 Rauðlaukur
3 hvílauksgeirar 
2 pakkar kirsuberjatómatar eða um 750g
þorskhnakkar skornir í jafna 6 bita
6 hráskinkusneiðar
Grænar ólífur eftir smekk
Steinselja
ólífuolía
Salt&pipar

Aðferð

Hitið ofninn í 200°. Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn í þunnar sneiðar og tómatana í helming, grænar olífur og settu í eldfast mót.
Settu 4 msk af ólífu olíu, salt og pipar og blandaðu öllu vel saman. Bakið í ofninum í 15 mínútur. Settu parmaskinku utan um hverja fiskisneið og setjið þorskinn ofan á tómatana og aftur í ofninn í aðrar 15 mínútur þar til þorskurinn er eldaður í gegn og parmaskinkan orðin aðeins stökk. Stráið saxaðiri steinselju yfir fiskinn, smá svartan pipar og berið fram með góðu brauði til þess að dýfa í kraftinn sem myndast.

*það þarf ekki að salta fiskinn því parmaskinkan gefur mikið saltbragð þegar hún bakast.Ef þú eldar einhverja rétti eftir mig þætti mér ótrúlega saman að sjá og heyra frá þér hér fyrir neðan.