Innlit - New York chic

31 May 2018

Bethenny Frankel ætti ekki að vera ókunnug þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi. Hún er ein af þessum umdeildu í The Real Housewives of New York. 

Heimilið hennar var á dögunum í Architectural Digest. New York loft í Soho hverfinu eins og það gerist best. Súúper chic og elegant sem þetta heimili er. Þegar hún lagði kaup á þessa hæð þá var þetta bara einn geymur sem hún svo stokkaði upp í nokkur rými. Mér finnst svo skemmtilegt að sýna ykkur öðruvísi hönnun, sérstaklega þá hönnun sem er mjög fjarlæg okkur. Þú finnur ekki þennan glamúr á heimilum hér heima.