Helgi í London

05 Jun 2018

Mér finnst það afar mikilvægt að dekra við sjálfa mig af og til og ákvað ég því að kaupa mér flug til London fyrr í maí.

Ferðin snerist einungis um slökun og að njóta í botn. Ég bjó í London í tæp tvö ár og er því ekki lengur að "túristast" um London heldur fór ég á mína uppáhalds staði og naut þess að vera til með vel völdu fólki. 

Mig langar að deila með ykkur myndum úr ferðinni .. 


Elsku besta Sigurbjörg mín, fyrrum sambýliskona. Þykir alveg afskaplega vænt um hana.Trylltir kanilsnúðar. Ég mæli með bakaríinu Fabrique ef þið eruð með kanilsnúða-crave.


Hér var fengið sér ískalt lemonade í kvöldsólinni á Toyroof.


Einn af mínum uppáhalds "healthy" stöðum í London. Good Life Eatery í Marylebone.
Ég er alveg vitlaus í avocado toast og þetta er klárlega eitt af uppáhalds, brauðið er svokallað charcoal / kolabrauð.Skvísuhittingur á Rumpus Room í Soutbank.


Elsku besta Shoreditch.
Ég og Sigurbjörg keyptum okkur mat í Boxpark og sátum svo úti og snæddum í sólinni.
Yndisleg stund sem fer beint í minningarbankann.

Tekin á sunnudagsmarkaðnum á Brick Lane.


Gott að hitta þessa elsku. Hún Stella mín er einfaldlega best. Tekin á Boundary í Shoreditch.


Ískalt lemonade á rooftop bar, það er ekki hægt að biðja um meira.
Annað avocado toast, já ég gjörsamlega dýrka þetta - svo auðvitað ice-latte til þess að sötra með!
Stella kynnti mig fyrir þessum stað, hann heitir Milkbar og er staðsettur í central.Granola bown með kókosjógúrti á Good Life Eatery.


Eitt stykki ánægð kona í London.

--

Þangað til næst,