Innanhúss innblástur frá MENU

06 Jun 2018

Pinterest, hvar væri ég án þess? Líklega heima sitjandi á gólfinu með stafla af innanhúss tímaritum að sanka að mér hugmyndum, sem myndi taka tífalt lengri tíma en að henda sér bara inn á vefinn. Ekki misskilja mig, ég geri það stundum og stundum en Pinterest gríp ég í daglega, oft á dag meira að segja. 

Ég vinn þannig á Pinterest að ég skrolla í gegnum feed-ið mitt og ef það er eitthvað sem grípur augað mitt, hvað sem það er, þá pinna ég það án þess að pæla mikið meira í myndinni. Svo fer ég yfir allt sem ég vistaði þessa stundina og ef það er eitthvað sem ég virkilega elska þá nota ég fídusinn sem finnur svipaðar myndir og sú sem ég pinnaði. Ég ELSKA Pinterest, það gerir lífið mitt bæði auðveldara og fallegra. 

Undanfarið hef ég verið að rekast mikið á myndir frá sýningarrýmum MENU og vá hvað þær heilla. Efna- og litasamsetning til fyrirmyndar og formfegurð sem segir vá. Hvað finnst ykkur?