NYX Professional Makeup Kennsla

06 Jun 2018

Nú hefur enn einn kennslutími bæst við hjá mér í Reykjavík Makeup School, en ég var að taka við að kenna NYX Professional Makeup tíman í skólanum. Þetta var fyrsta skiptið sem ég er að kenna þennan tíma og þetta var alveg tryllt skemmtilegt! 

 

Þar sem ég er að vinna fyrir merkið þá finnst mér mjög gaman að fá að kenna þennan tíma og það sem fer fram í þeim tíma er í rauninni bara sýnikennsla þar sem ég sýni nemendum hvernig hægt er að nota vörurnar frá merkinu á mismunandi og skemmtilegan hátt. Þetta merki býður upp á endalausa möguleika enda risa vöruúrval og litaflóran sjúkleg. 

Mig langaði í rauninni bara til að sýna ykkur nokkrar myndir úr tímanum, en ég plataði vinkonu mína Karin Sveinsdóttur til að sitja fyrir í tímanum. 

 

Ég byrjaði tíman á að gera einfalda, fallega förðun.

Ég lagði áherslu á að ná fram flawless og ljómandi húð með látlausri augnförðun þar sem ég gerði létta skyggingu í glóbuslínu og notaði sívinsæla augn - pigment-ið frá NYX Professional Makeup sem heitir Vegas Baby sem er mjög oft uppselt, þeir sem eiga þetta pigment skilja afhverju. 

Á varirnar notaði ég nýju Duo - Chromatic varaglossin sem kallast Booming sem er bleikur með gyltri sanseringu.

 

Síðan ákvað ég að sýna nemendum tvennskonar litríkar farðanir með skærum litum. Síðan gerði ég eina förðun þar sem ég lagði mesta áhresluna á augnförðunina og hafði hana áberandi og dökka. Dökkfjólublá og svört augnförðun þar sem ég notaðist við I Love You So Mochi augnskuggapalletuna með fjólubleiku glimmeri sem kallast Rose og Duo - Chromatic highlighter sem kallast Lavender Steel 
Og að lokum er náttúrulega ekki hægt að kenna NYX Professional Makeup tíma nema maður sýni líka eitt mega highlighter overdose förðun! Í þessari förðun notaði ég Born To Glow liquid highlighter og Born To Glow highlighter palette sem er bara besta combo í heimi ef manni langar að ná mjög sterkum ljóma. En ég var að setja þessar vörur á alla þá staði andlitsins sem hægt var - augu, kinbein, varir, nef og hvað ekki annað! 

 

En þetta eru þær farðanir sem ég sýndi í þessum tíma í Reykjavík Makeup School og er mjög þakklátur fyrir það að fá að kenna þennan tíma. Að sjálfsögðu notaðist ég einungis við vörur frá Nyx Professional Makeup og hægt er að nálgast þær vörur í Hagkaup Kringluni og Smáralind 

Ef ykkur langar til að sjá fleiri farðanir eftir mig þá getið þið fylgt mér á instagram þar sem ég er duglegur að deila myndum frá ýmsum verkefnum. 

- @facesbyalexsig 

 

 

Þar til næst 

 

XXX