Gæðakaup í Rauðakrossbúðinni

10 Jun 2018

Ég er mikill aðdáandi vintage og second hand vara en einnig finnst mér það frábært að geta styrkt gott málefni í leiðinni. Því get ég léttilega réttlætt kaupsýki mína þegar ég kaupi mér t.d. flík í Rauðakrossbúðinni. 

Um seinustu helgi fórum við nokkrar frá FEMME í brunch á Jamie Oliver, við vorum allar sem ein mjög sáttar með matinn og get ég því hiklaust mælt með brunch-inum þar!

Ég ásamt Kollu og Steinunni kíktum í Rauðakrossbúðina á leiðinni heim og varð ég algjörlega dolfallin yfir einni fallegri trench .. 
Ég er samt sem áður tiltöllega nýbúin að kaupa mér trench coat en ég eitthvernveginn var ekki alveg nógu ánægð með sniðið. Ég er mikið fyrir oversized yfirhafnir og vil helst að þær nái niður á hné. 

Ég ákvað að labba út tómhent en á sama tíma mjög efins um ákvörðun mína. Þið kannist líklega flest við þegar maður sér flík og getur alls ekki hætt að hugsa um hana. Það gerðist fyrir mig .. sem endaði með því að ég tók mér þrjá daga til þess að hugsa um flíkina og fór síðan og keypti hana. Stundum finnst mér gott að taka mér smá tíma til þess að íhuga kaupin og ef ég get alls ekki komið hlutnum eða flíkinni úr höfðinu á mér þá er ekki spurning að hún eigi að hanga inní fataskápnum mínum.

Kápan er eins og ný og er frá merkinu Bugatti og er í herrasniði. 
Trench coat - Rauðakrossbúðin Bergstaðastræti
Hettupeysa - Topshop
Gallabuxur - Spúútnik
Boots - Steve Madden


Ég er hæstánægð með kaupin og sé alls ekki eftir þeim.
Ég hef nú þegar notað kápuna heilan helling og sé fram á að nota hana mikið í sumar og í haust.
Fullkomin létt yfirhöfn!

---


Þar til næst x,  
Fylgið mér á Instagram hér