Krít - myndir og stutt ferðasaga

12 Jun 2018

Síðastliðinn maí mánuð skellti ég mér til Krítar með tengdafjölskyldunni. Ég hef áður farið til Krítar en það var í útskirftartferðinni minni í menntaskóla og hefur alltaf langað til að fara aftur, þá vorum við rétt fyrir utan borgina Chania, en í þetta skiptið vorum við í borginni Rethymno

Rethymno

Ef við vorum ekki á sundlaugarbakkanum á hótelinu að sleikja sólina þá var gamli bærinn í Rethymno staðurinn sem við eyddum miklum tíma í. Ég féll gjörsamlega fyrir gamla bænum í Rethymno og fólkinu þar. Þar voru ótal fallegar litlar smágötur með kaffihúsum, veitngarstöðum, allskyns litlum fallegum búðum og maturinn þarna var out of this world, ég þræddi götur bæjarins oft í ferðinni en alltaf var maður að sjá einhvað nýtt sem gerði bæinn svo skemmtilegan að vera í. 


 

 

 

 

Crecotel - Creta Palace 

Creta Palace er fimm stjörnu hótel rétt fyrir utan gamla bæinn en þar dvöldum við meðan við vorum úti og ég get klárlega sagt að ég hafi aaaldrei verið á jafn fallegu, flottu og góðu hóteli. Þjónustan var upp á 100, morgunmaturinn var en og aftur out of this world, herbergin falleg og góð að sofa í, hrein og falleg einkaströnd, veitingarstaðir, súpermarkaður, stórt sundlaugar svæði, boðið var upp á að fara í strandblak, tennis, vatna íþróttir og hvað ekki annað.  


Þetta hótel var algjör paradís!

Þetta er hótel sem ég ætla að fara á einhvern tíman aftur og bíð spenntur eftir því. 


 

 

 

Chania

Við gerðum okkur dagsferð í borgina Chania, það tekur u.þ.b. klukkustund að keyra þangað frá Rethymno en þar eyddum við deginum í gamla bænum þar sem allar leiðir liggja niður að gömlu höfninni, sem er ekkert smá falleg. Þrátt fyrir hversu fallegur gamli bærinn í Chania er og hve gaman það er að koma þangað að þá bjó hann samt sem áður ekki yfir þeim sjarma sem gamli bærinn í Rethymno bjó yfir, en það er mögulega vegna þess að það var allt morandi í ferðamönnum í Chania sem var ekki jafn mikið af í Rethymno á þessum tíma. Samt sem áður þá er þetta bær sem allir ættu að fara og heimsækja ef þið eruð einhvern tíman stödd á Krít
Þessi ferð var æðisleg í alla staði með æðislegu fólki í kring um mig, bara ef ég gæti farið aftur í tíman og endurupplifað þessa ferð, myndi nú ekki slá hendinni við því. Ég fæ hlýtt í hjartað við að hugsa um þessa töfrandi eyju, um ferðina sjálfa og ég kom aftur heim með ekkert nema góðar og skemmtilegar minnigar sem ég mun aldrei gleyma. 

Ég hvet alla sem ekki hafa farið til Krít að skoða það að gera sér ferð þangað og víkka sjóndeildarhringinn með fólki sem manni þykir vænt um því það er alls ekki sjálfgefið að hafa tækifæri á að ferðast og vera með fólki sem manni þykir vænt um.  


Lots of love kidos <3 


 Þar til næstXXX