"Hvað gerðir þú um helgina?"

18 Jun 2018

"Hvað gerðir þú um helgina?"..  Ég? Ég drakk kaffi með Tom Dixon, fagnaði 30 ára afmælisdegi kæró og horfði á Ísland "vinna" Argentínu. Helgin mín var vægast sagt góð, óþarfar áhyggjur hér. 
Mér var boðið að mæta á mjög svo skemmtilegan og sérstakan fjölmiðlahitting á KEX verksmiðjunni og taka morguncroissant-ið með sjálfum TOM DIXON. Það tækifæri að hitta hann í persónu fæ ég líklega aldrei aftur, svo auðvitað lét ég mig ekki vanta. Flest ykkar hljótið að vita hver kauði er.. hann er einn þekktasti hönnuður okkar tíma og lang þekktastur fyrir ljósin sín. Hann í samstarfi við fallegu ljósabúðina LUMEX héldu sérstaka sýningu um helgina og buðu upp á glæsilegan afslátt á öllu. Það var svo gaman að sjá síðan á Insta-stories hvað margir nýttu sér hann! Sjálf keypti ég einmitt ilmkerti úr nýrri línu hjá honum sem er úr Terrazzo steini, sem er að verða hvað mest áberandi í flísum um þessar mundir. 

Ég var heilluð af svo mörgu öðru hjá honum að ég átti pínu erfitt með mig. Hann er til að mynda með mikið af fallegum smávörum og skemmtilegum gjafavörum. Hann er með fallega glerlínu sem ég get ekki hætt að hugsa um, reykt stell í óhefðbundnu formi. 

Kertið fallega sem ég tými vel að brenna því eftir vaxið kemur fallegur vasi. On my mind! Fallega mynstruð og geometrísk motta og þessi abstrakt púði, já takk.
Sjáiði þessa fegurð?! Mæli með þessari línu í útskriftar- og brúðkaupsgjöf. 

Ef að þið misstuð af viðburðinum um helgina þá mæli ég eindregið með því að gera sér ferð í LUMEX í Skipholti á næstu dögum. Verið er að vinna í því að færa sýninguna þangað, hún opnar á næstu dögum og stendur opin í allt sumar. Þar eigið þið eftir að rekast á nokkur af mínum allra uppáhalds ljósum frá TD. Eins og..