Secret Solstice Outfit Inspo

19 Jun 2018

Nú er eins og margir vita Secret Solstice vikan gengin í garð. Þetta er sá tími árs sem ég held mjög hátíðlega upp á því ég eeelska Secret Solstice. Allt við þessa hátíð fær mig til að brosa - tónlistin, tískan, árstíminn, stemningin og allt þar á milli. 

Þegar ég fer á Secret Solstice þá skiptir það mig miklu máli að vera búinn að ákveða outfit fyrir hvert og eitt kvöld hátíðarinnar og ég er einn af þeim rugludöllum sem leyfi íslenska veðurfarinu ekki að hafa nein áhrif á val mitt á klæðnaði. Ef það verður kalt og rigning þá verð ég bara að lifa með því hah! 

 

En mig langaði til að deila með ykkur mínu outfit inspo-i í ár fyrir Secret Solstice.

Þegar ég fer á svona hátíðir þá langar mig að klæðast einhverju sem ég myndi kannski ekki klæðast dags daglega og í áberandi klæðnað. 

 

Kögur

Mér finnst kögur mjöög viðeigandi á svona tónlistarhátíð. Hvort sem það er kögurjakki, -bolur, skyrta, buxur, skór skiptir ekki máli svo lengi sem það er kögur þá er ég til!

 

Print


Ég er algjör sökker þegar það kemur að fallegum prentum á flíkum. 

 

Trench Coat

Eins og þau ykkar sem hafið verið að fylgjast með mér þá vitið þið að ég elska yfirhafnir! Það er bara fátt í þessum heimi sem veitir mér jafn mikla hamingju og ein falleg og góð yfirhöfn. Ég er mikið fyrir síðar yfirhafnig og mun nú eflaust láta sjá mig í slíkri á Secret Solstice. 

 

Sett

Ég er mjög mikið fyrir matching fatasett og er enn að leita að hinu fullkomna setti og vonandi nær maður að finna sér eitt slíkt fyrir helgina . 

 

Denim

Elska gallajakka og galla skyrtur blátt, svart, hvítt, rautt skiptir ekki máli. Það er fátt betra en að mæta í einum góðum gallajakka á tónlistarhátíð hvað þá úti að sumri til. 

 

 

Þetta er svona brota brot af innblæstri mínum fyrir Secret Solstice í ár og vonandi næ ég að láta rætast úr þessum innblástrum mínum. 

 

 

Þar til næst

 

XXX