Fullkomnir hvítir strigaskór

25 Jun 2018

Rétt fyrir helgi bættust enn aðrir hvítir strigaskór í safnið, þetta fer að verða vandamál .. 

Annars er ég reyndar á því að ef það er gott að eiga mikið af eitthverju þá eru það strigaskór, og hvað þá hvítir sem passa við allt!

Ég var svo lukkuleg að fá Sketchers Dlites í gjöf frá Kaupfélaginu. Mig hefur lengi langað í þessa týpu frá Sketchers og hef ég áður talað um þessa skó hér á Femme, m.a. í óskalistafærslu. Ég var mjög spennt þegar ég heyrði að þeir væru loksins lentir í Kaupfélagið og enn glaðari að fá par í hendurnar.

Það kom mér þvílíkt á óvart hvað skórnir eru léttir og þægilegir. Það er nú ekki sjálfgefið að fallegir skór séu þægilegir en ég kannast vel við það vandamál. Það er bara svo erfitt þegar kemur að fallegum skóm að nota þá ekki, eruði ekki sammála?
Strigaskór - Kaupfélagið Smáralind
Gallabuxur - Zara
Trench coat - Rauðakrossbúðin
Klútur - Rauðakrossbúðin 


Þessir æðislegu skór munu koma sér ansi vel núna í sumar og í haust!
Þeir fást í Kaupfélaginu Smáralind og Kox Kringlunni.

--

Þar til næst x,  
Fylgið mér á Instagram hér