Innlit hjá arkitekt

27 Jun 2018

Svona býr verðlaunaður sænskur arkitekt. Ég hef sýnt ykkur þessa stofu áður og núna fáum við að sjá heildar útlitið. Ef að þið rýnið aðeins í myndirnar þá sjáið þið það auðveldlega að það er maður með auga sem býr þarna. Mjög fullorðinslegur, mótaður og hreinn stíll. 

TONE - ON - TONE 

.. er hægt að kalla þessa hönnun á rýmunum. Það er sama litapalletta á öllu og hann leikur sér með sama undirtón á vegjum og í húsgögnum, og trappar sig síðan upp og niður með þá liti. Þetta smellpassar allt saman - lov it! Þegar ég næ fimmtugsaldrinum þá ætla ég að stílisera stofuna mína eftir þessu höfði, þessi stíll gefur mér ró.