Förðunarnámskeið í París

11 Jul 2018

Til að byrja með þá langar mig að byðjast afsökunar á bloggleysinu í mér, það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér en það er einmitt eitt af því sem mig langar til að segja ykkur frá. 

Í síðustu viku fór ég á förðunar námskeið hjá By Terry í París. 

By Terry er eitt af þeim merkjum sem ég er að vinna fyrir og það merki er fáanlegt í Madison Ilmhús. Merkið er franskt og höfuðstöðvar þess eru einmitt í París þar sem ég sat námskeiðið. Námskeiðið sjálft voru tveir dagar en í heildina var ég fjóra daga í París. Þetta var mitt fyrsta skipti í París og ég var því mjög spenntur að fara. 

Smá um BY TERRY 

Til að segja ykkur aðeins frá merkinu sjálfu þá er stofnandi merkisins Terry de Gunzburg, sem er oftar en ekki sögð vera legend í bransanum.

Á sínum tíma var hún mjög fljót að koma sér á toppinn og ekki leið að löngu þar til hún var orðin einn af eftirsóttustu förðunarfræðingum síns tíma. Þegar hún gaf út förðunarlínuna sína By Terry breytti hún sögu förðunarheimsins. Þar sem hún hannaði snyrtivörur sem voru ekki einungis förðunarvörur heldur einnig húðvörur. Beauty and skincare all in one. 

En það er það sem gerir vörurnar hennar svona vinsælar og high-end, er að allar vörunar eru sérstaklega hannaðar til að vera góðar fyrir húðina frekar en ekki. Þannig í stað þess að vera að nota eitthvað sem maður veit ekkert hvað er í og er ekkert endilega gott fyrir húðina þá býður merkið upp á vörur sem eru hágæða snyrtivörur og nærandi fyrir húðina á mismunandi hátt. 

Margar af stæstu stjörnum heims eru fastakúnnar By Terry og trúið mér það er ástæða fyrir því afhverju merkið er svona eftirsótt af stjörnunum - þar sem það hefur svo góð áhrif á húðina okkar. 
Og ef þið eruð eitthvern tíman í París þá mæli ég mjög mikið með að gera ykkur ferð í aðal búð By Terry í Vero Dodat þar sem hægt er að fá sérhannaðar blöndur af vörunum fyrir þig og þína húð. 

 

 

Násmkeiðið


Sætur pakki sem beið mín uppi á hótelherbergi. 


Vörur frá By Terry sem við vorum m.a. að notast við á námskeiðinu 

Námskeiðið sjálft voru tveir dagar frá 8 morguns til 18 um kvöld. Það var ótrúlega gaman, ég fékk að kynnast helling af skemmtilegum förðunarfræðingum sem komu allsstaðar frá úr heiminum. Kennararnir voru algjörir snillingar og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að hafa fengið að fara á þetta námskeið. 

Dagsskráin sjálf var mjög fjölbreytt, það voru fyrirlestrar, æfingartímar, pop quiz, best selers og hvað ekki annað. Einnig fengum við að prufa nýjungar sem eru væntanlegar í Madison Ilmhús í September og ég get ekki beðið eftir að þær detti í hús því þær eru vægast sagt tryllar og ég tala nú ekki um jólalínuna sem kemur í ár!! Mæli með að fylgjast vel með á instagram hjá Madison Ilmhús, síðan fæ ég fljótlega senda eina prufu af nýjungum sem koma í september og ætla að sýna ykkur þær á mínu instagrami - @facesbyalexsig.
  Svo voru þau heldur betur dugleg að fara með okkur að borða og nautnaseggurinn í mér var nú alls ekki að hata það! 

 

 

París


Eiffel turninn í öllu sínu veldi 


Ég fékk nú sem betur fer smá tíma fyrir mig sjálfann í París og ég reyndi að nýta allan þann tíma sem ég hafði í að skoða mig um. 

Mér tókst nú reyndar að tínast fyrsta daginn minn í París þar sem ég ætlaði mér að labba úr hverfi 15 yfir í hverfi 1, ég var mjööög mikið að vanmeta það hversu stór borgin í raun og veru væri og að það er kannski ekki alveg beint sniðugt að labba eitthvað svona með netlausan síma í landi þar sem allar upplýsingar eru á frönsku!
 

En eftir góða 3gja tíma gögnu fann ég vini mína sem voru í París á sama tíma. En þrátt fyrir það að hafa verið týndur var ég ekki að láta það skemma fyrir mér og sá helling af skemmitlegum hlutum og fallegar götur og byggingar.
París er með þeim fallegustu borgum sem ég hef heimsótt og hlakka mikið til að fara aftur. 


Ótrúlega fallegi veitingarstaðurinn sem við borðuðum á um kvöldið af fyrsta degi. Gaman að segja frá því að í gamladaga var þessi veitingarstaður lestastöð. Ef þú ert eitthverntíman í París þá mæli ég mjög mikið með að fara á þennan veitingarstað - La Gare Þar til næst 

 

XXX