Fatamarkaður á Loft Hostel

20 Jul 2018

Ertu með plön um helgina? Ef ekki þá mæli ég með að kíkja á þennan viðburð ..

Ég ásamt fjórum frábærum stelpum þeim Júlíu Ösp, Elmu Dís, Völu Bjarna og Helgu Margréti erum að halda fatamarkað á Loft Hostel næstkomandi laugardag. Við erum tvær að flytja erlendis og þurfum að koma öllu frá okkur! 
Það styttist í flutninga hjá mér en ég flyt til Milano eftir tvær vikur. Ég er því búin að tæma fataskápinn og ætla að selja af mér spjarirnar. Um er að ræða föt, skó og skart sem er margt nokkra mánaða gamalt, allt vel með farið og fer ódýrt!

Ég tel okkur allar hafa ákaflega góðan fatasmekk en þó ansi ólíkan svo að allir ættu að geta fundið eitthvað sér við hæfi!
Ég er búin að deila smá sneak peak á Instagramminu mínu sem þið getið skoðað hér.

Sjáumst á Loft á milli 13:00 - 17:00 á morgun (laugardag)

--

Eigið frábæra helgi x, 
Fylgið mér á Instagram hér