For the Night - Behind the Scenes

20 Jul 2018

Ljómyndari Saga Sig 

Í dag gaf Svala Björgvins út nýtt tónlistarmyndband við lagið For the Night. Ég var svo heppinn að fá að sjá um förðun í því myndbandi. Og þar sem myndbandið og lagið er loksins komið út að þá langar mig til að sýna ykkur nokkrar behind the scenes myndir úr tökunum. 

 

Myndbandið leikstýrði og skaut, engin önnur en hún Saga Sig. Það er alltaf jafn skemmtilegt og þæginlegt að vinna með Svölu og Sögu á setti og hlakka til næstu taka. 

Look-in sem við vorum að halda okkur við í myndbandnu voru mega glamour farðanir, beauty-, smokey- og glimmer-augnförðun, ljómandi húð og kissilegar varir. Stíliseringin í myndbandinu var tryllt og mjög mikið Svala. 

Hér eru nokkrar myndir : 

Glimmer förðun með dramatískum eyeliner og vel mótaðar varir. 


Opin skigging á augum og ljómandi húð. Þasem þessi sena fór fram í baðkari þá gerði ég svona wet-look á Svölu og setti glimmer yfir öll bæði augnlokin og gloss út um allt. 


Svo fékk Svala leikarann Pétur Óskar til að leika á móti sér í myndbandinu. 
Mynd eftri : Saga Sig

 


Dökk metallic smokey augnförðun

Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna á mynbandinu sem var svo unnið af Sony Records í DanmörkuFleira var það ekki að þessu sinni en ef ykkur langar til að sjá meira þá eru fleiri myndir á leiðinni á instagrammið mitt @facesbyalexsig bæði frá þessum tökum og fleiri með Svölu og Sögu. 

Annars mæli ég mjög mikið með því að fara og tékka á laginu hennar Svölu - For The Night og horfa á myndbandið 

hér er linkur á myndbandið - https://www.youtube.com/watch?v=Q1LZDbCrP9Y&feature=youtu.beÞar til næst 


XXX