Rússland - Ferðasaga og Myndir

01 Aug 2018

Þann 14.júlí seinastlitinn fór ég í tveggja vikna frí til Rússlands. Og ekki í þeim tilgangi til að fara á HM eins og stór hluti af þjóðinni gerði heldur til að fara og heimsækja fjölskylduna mína. 

Það eru ekki margir sem vita það en ég er hálfur rússi, mamma mín er frá Moskvu og þar af leiðandi öll okkar fjölskylda. Annar helmingurinn af mér er í Rússlandi og síðan ég var lítill strákur þá hef ég alltaf farið með mömmu á sumrin að heimsækja fjölskylduna mína og þá vorum við yfirleitt í um 2 mánuði í senn. En síðan þegar ég fór að vera eldri og þurfti að fara að byrja að vinna á sumrin þá fór að vera erfiðara og erfiðara að finna tíma til að komast út.
Núna eru komin 8 ár síðan ég fór seinast út að heimsækja alla og guð minn almáttugur hvað ég þurti mikið á því að halda! 

Sumarhús

Sumrin í Rússlandi eru yfirleitt alltaf mjög heit og þá flýja rússar stórborgirnar og fara í sumarhúsin sín í sveitini. Síðan ég man eftir mér þá höfum við alltaf verið í sumarhúsinu okkar rétt fyrir utan Moskvu á sumrin sem afi minn og amma létu byggja þegar ég var ungabarn og fórum yfirleitt til Moskvu bara ef við áttum eitthvað sérstakt erindi þar. 

Þetta sumarhús er stór partur af minni barnæsku og mun alltaf vera. Þegar ég er þarna finnst mér ég vera kominn inn í eitthverja litla veröld sem við eigum. Landið sem bústaðurinn er á er frekar stórt og með árunum byggði systir mömmu minnar sér annað hús fyrir sig á sömu lóð. 


Það eru mörg eplatré í garðinum, kirsuberja tré, hindberjarunnar, jarðaberjabeð, grænmetisbeð og hvað ekki annað. 

Það má segja að þessi staður sé mitt happy place. 

 


Moskva

Þótt að ég hafi ekki verið að fara til Rússlands til að fara á HM þá náði ég nú samt sem áður að sjá allt sem var í gangi í kringum mótið þar sem ég kom á seinasta degi mótsins. Afi minn sótti mig beint upp á flugvöll og fór með mig beint í skoðunarferð að sína mér Rauðatorgið og þar í kring því það var sko heldur betur mikið um að vera. 

Moskva er ekkert smá falleg borg og sérstaklega center-inn í henni, tryllt fallegar byggingar í rómantískum stíl með mörgum litlum fallegum detail-um, fallegar snyrtilegar göngugötur og margt skemmtilegt og fallegt hægt að sjá. 


Í þessari ferð var tíminn minn úti mun styttri heldur en þegar ég hef vanalega verið að fara þangað svo ég vildi frekar að reyna að eyða tímanum með fjölskyldu og ættingjum svo ég var ekki mikið í Moskvu, en ég fór samt sem áður í 3 daga og þá með frænku minni, þar sem hún fór með mig á alla helstu staðina sem gaman var að sjá og skoða. 


Hversu ótrulega fallegt!


 

Neðanjarðarlestar - Metro 
 


Metro-ið í Moskvu er sagt vera eitt hvað fallegasta í heiminu um ég er svo sannarlega sammála því, ég gætti eitt heilu dögunum bara í það að fara á milli stoppustöðva í metro-inu. Það er ekkert þessu líkt og þetta er eitthvað sem allir verða að sjá ef farið er til Moskvu!


Ég bilast hvað þetta er fallegt!

 

 

Smá lexía 

Það að eiga fjölskyldu sem býr ekki í sama landi og ég sem ég hef ekki séð í svona langan tíma kennir manni/mér það að nýta öll þau tækifæri sem gefast til að vera með þeim, sama hvort þau búi í sama landi og þú eða ekki, þá er ég líka að tala um íslensku fölskylduna mína. Þetta er fólkið sem er hvað næst manni og er tilbúið að gera hvað sem er fyrir mann. Ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að eiga fjölskyldu, ræktið samband ykkar við fjökskyldu og sýnið henni ást og umhyggju á meðan það er hægt, því við höfum ekki allan tíman í heiminum. Ég fékk mjög mikið reality check í ár, eftir að hafa ekki farið út í 8 ár, sá ég hvað ég hafði misst af miklu, allt frændfólk mitt sem ég var með sem krakki eru öll orðin fullorðin og amma mín og afi verða ekkert yngri með árunum. 

Eins og ég sagið að þá er það ekki sjálfsagður hlutur að eiga fjöslkyldu, það er eitthvað sem allir ættu að vera með á bak við eyrað. 

 

Þetta voru tvær mjög skemmtilegar vikur sem ég þurfti mjög mikið á að halda, hlakka mjög mikið til að fara aftur út á næsta ári.

 

 

 

Þat til næst

 

XXX