#39;

Tískuförðun


Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði alltaf að vinna við eitthvað sem tengist tísku. Það vildi svo heppilega til að ég gerðist förðunarfræðingur, sem er auðvitað mitt helsta áhugamál og lukkulega fær tískan að spila stóran leik í vinnunni minni. 

Svefnherbergið - sneak peek


Svefnóið er farið að taka á sig örlitla mynd. Bólstraði rúmgaflinn er kominn upp og veggljósin komin á sinn stað. Það eru hlutir eins og fallegar gardínur, eitthvað á veggina og önnur smávegis atriði sem eru eftir. Ég hafði hugsað mér að koma fyrir smá vinnuaðstöðu þarna líka svo að ég þurfi ekki að vinna frammi á borðstofuborðinu. 

Uppáhalds í ræktina


Mér datt í hug að setja saman lista yfir þá hluti sem mér finnst ómissandi í ræktina.

Nike Air Unlimited


Ég fann mér hina fullkomnu sneakers á dögunum!

Augabrúnir


Ég held að við séum flest sammála um það að augabrúnir skipta miklu máli, þær gefa manni svip og gera helling fyrir heildar lúkkið á andlitinu. 

VILTU VINNA CHOKER EFTIR HILDI YEOMAN


Mig langar til að gleðja ykkur kæru lesendur í tilefni jólanna og gefa einum heppnum lesenda undurfagran choker eftir hina hæfileikaríku Hildi Yeoman
Hildur hefur verið minn uppáhalds íslenski hönnuður í nokkur ár og var ég himinlifandi þegar hún vildi hefja samstarf með mér. 
Ég hef áður fjallað um hönnun Hildar hér á blogginu í þessari færslu. 

Ég kíkti í heimsókn í verslunina Kiosk um helgina og mátaði þar nokkrar flíkur úr nýjustu línu Hildar. Æðislegar viðtökur og Destiny's Child í botni sem ýfði upp dívustælana sem var vel í takt við þröngu skvísukjólana. 

L'OREAL PURE CLAY MASK


Okkur FEMME stúlkum var boðið á kynningu hjá L'oreal fyrr í vikunni. Verið var að fagna komu leirmaska tríói til landsins sem þið hafið eflaust heyrt talað um en þeir hafa farið sigurför víða um heim.
Ég sá uppáhalds snapchat vinkonu mína, Desi Perkins prufa maskana fyrir nokkru síðan og varð mjög spennt að prufa!

BACK TO SCHOOL OUTFIT


Ég ákvað að setja saman smá svona 'Back to school' outfit í tilefni þess að skólarnir eru komnir aftur á fullt og haustið að taka við. 

NEW IN: SEPHORA & NORDSTROM


Færslan er ekki kostuð

Ég var víst búin að lofa að gera færslu um vörurnar sem ég verslaði mér þegar ég fór til Boston í júlí. 
Ég ákvað að bíða aðeins með hana þar sem að mig langaði til þess að prufa vörurnar í smá tíma áður en ég gæfi álit.

_______________________________________________
 

Heillandi bókahillur


Einn daginn í nánari framtíð í stóra húsinu mínu (dream'in big) ætla ég að hanna fallega built-in bókahillu þar sem bókum og munum verður display-að á fallegan máta. Ég les lítið sem ekki neitt en þetta fyrirkomulag heillar mig samt sem áður. Hver veit, kannski ýtir þetta undir að maður lesi meira!? Sem verður klárlega mín afsökun til að fá þessu framgengt í stóra og fallega húsinu mínu sem ég mun hanna sjálf (hvernig er það.. er ekki alveg enn ókeypis að dreyma?). 

KNEEHIGH BOOTS


Þessi færsla er ekki kostuð. 

Ég plataði vinkonu mína í smá myndatöku session í dag. Þar sem að ég er komin í hálfgerðan sumargír þá ákvað ég að hafa dressið í stíl við skapið.
Hnéhá stígvél er trend sem ég hef verið pínu hrædd við ef ég á að vera hreinskilin. Ég veit ekki alveg hvers vegna, ég held það sé út af því að mér hefur alltaf fundist stígvélin bara fara stelpum sem eru 'hoj og slank'. Ég ákvað samt sem áður að prófa og líkaði þau svona allvel.
Maður þarf sko alls ekki að vera 'hoj og slank' til að púlla svona stígvél þannig að ég ætla stroka þessa ímynd úr hausnum á mér!

Stígvélin eru úr Kaupfélaginu frá Hollenska merkinu Poelman. Þau er sjúklega þægileg og með hæfilega háum hæl að mínu mati.  

FRINGE MADNESS


Ég var í algjörum vorgír í síðustu viku þegar þessar myndir voru teknar.
Ég hóaði í Mörtu og plataði hana til þess að taka nokkrar outfit myndir af mér. 
Ég var búin að hafa þetta dress í hausnum á mér í smá tíma en vantaði eitthvað flott að ofan til þess að fullkomna dressið. 
Þessi skyrta úr Vila finnst mér fullkomin við og toppar þetta 70's look.

FÖSTUDAGS DRESS


Það mætti segja að dress dagsins sé innblásið af 70's tímabilinu. 
Útvíðar hippabuxur, kögurjakki og grófir skór. 

Topp 10 andlitsburstar


Ég hef alltaf ætlað að tala um mína uppáhalds bursta og segja ykkur frá þeim en ég ætla að skipta því upp í tvær færslur, andlits og augnbursta. Upprunarlega hét þessi færsla "Topp 5 andlitsburstar" en ég átti í miklum erfiðleikum með að velja bara fimm og fannst ég vera skilja alltof marga bursta útundan sem ég nota mjög mikið. 

Trend - Brúntóna varir


Ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með í förðunarheiminum að 90's förðun, og þá sérstaklega varirnar, er komin aftur í nútímalegra formi. Við getum þakkað Kylie Jenner fyrir það að miklu leyti. Margir hafa heillast af hennar förðun og þar voru varirnar í aðalhlutverki. Ég hef heyrt af mörgum mismunandi varalitum sem hún er sögð nota en hef ekki fjárfest í neinum þeirra ennþá. Ástæðan fyrir því er að ég vil frekar finna mér lit sem hentar mér og mínum húðlit en er samt á þessu litasviði og get þannig tekið þátt í þessu trendi.

Hvert áttu að fara í Brunch um helgina ?


The Coocoo's Nest er með að mínu mati með einn besta brunch-inn sem hægt er að fá í Reykjavík.

The Coocoo´s Nest


The Coocoo's Nest