#femmeisland

Duck Canneloni


Canneloni fyllt með önd er réttur sem ég fæ mér á uppáhalds veitingastaðnum mínum í Barcelona Vivant. Ég ákvað að reyna að endurgera hann heima í eldhúsinu. Rétturinn var ótrúlega góður og heppnaðist vel og einfaldur að gera enda fór ég auðveldu leiðina.

Indverskur kjúklingaborgari


Einu sinni í mánuði er markaðurinn Palo Alto haldinn í Barcelona. Við förum stundum, löbbum um og fáum okkur að borða. Það er allt fullt af matarbílum og einn af okkar uppáhalds er indverskur sem bjóða upp á indverskan kjúklingaborgara sem mér finnst svo ótrúlega góður. Ég ákvað að reyna að búa hann til heima og það gekk bara mjög vel. Það er ekki mikið um álegg á borgaranum en hann er samt sem áður ótrúlega góður.

Uppáhalds pasta salatið mitt


Ég er búin að gera þetta pasta salat nokkrum sinnum og það er orðið uppáhald á mínu heimili. Uppskriftina fann ég í Cravings sem er bókin hennar Chrissy Teigen. Ég breytti henni aðeins og bætti við því sem mér finnst gott. Ég bauð upp á þetta salat í matarboði í vikunni og það sló í gegn.
Ég nota Orzo pasta en ég veit að það er erfitt að finna það á Íslandi en það er auðvitað hægt að nota allar tegundir af pasta en þó þægilegra að nota smærri tegundir.
 

Fyllt svínalund með kjúklingabaunum


Fyllt svínalund með beikoni og kjúklingabaunum.

Mér finnst fyllt svínalund alveg ótrúlega góð og ég er dugleg að prufa mig áfram með allskonar fyllingar og þessi heppnaðist mjög vel.

Fiski Taco með mangó salsa


Mig hefur lengi langað að gera fiski taco sjálf. Ég fæ mér það stundum á veitingastöðum ýmist með rækjum eða fisk. Eftir síðasta skipti ákvað ég að prufa að gera það heima næst. Stundum eru fiskibitarnir djúpsteiktir en mig langaði í eitthvað ferskt með ávaxtasalsa eins og mango eða ananas. Eftir smá leit á netinu blandaði ég saman nokkrum uppskriftum sem ég fann. Mangó salsað passar rosalega vel með fisknum og rauðkálið ferskt og stökkt með.
 

Lax með kúskús & balsamic gljáa


Ótrúlega góður, ferskur og léttur réttur sem er fullkomin alla daga ársins.

FEMME Á SNAPCHAT


Við stelpurnar á FEMME ætlum að opna Snapchat.
Við erum mjög spenntar fyrir því og á föstudaginn ætlum við að kynna tvo nýja bloggara á snappinu.
Það er búið að taka okkur langan tíma að finna rétta fólkið og gætum við ekki verið ánægðari með þessar stelpur.
Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með.

 

Sjúklega fallegur kokteill


Mér finnst eitthvað svo mikil stemming að drekka fallega og "girly" kokteila.
Ég sá þessa mynd á Instagram og ákvað að reyna að gera drykkinn sjálf.

#kaffitár og #femmeisland


Kæru lesendur endilega haldið áfram að taka myndir kaffibollanum ykkar og setja á Instagram.

Kaffitár og FEMME


FEMME og KAFFITÁR ætla í samstarf.

Vinningshafi í Kötluleiknum


Starfsmenn Kötlu ásamt ljósmyndara hafa valið top 3 myndirnar.

Kötlu leikurinn heldur áfram.


Kötluleikurinn er í fullum gangi og hér eru nokkrar myndir frá þeim sem nú þegar hafa sent inn.

Risa Gjafaleikur FEMME og Kötlu


Núna er ég ásamt Kötlu að fara af stað með spennandi leik.

Þið sáuð í vikunni færsluna um “Shake and Bake” vöruna frá þeim, ef hún fór fram hjá ykkur þá má sjá hana hér.

Þetta er vara sem ég hef notað mjög reglulega og ætla ég í samstarfi við Kötlu að fara í leik þar sem varan verður í aðalhlutverki og kynna hana betur fyrir ykkur.

Pönnukökumixið fæst í öllum búðum um allt land en ég vill að þú lesandi kær prufir hana fyrir mig og deilir með okkur afrakstrinum þínum.

 

Það er til mikils að vinna en við ætlum að gefa Hurom safapressu HH2, safapressu fagfólksins, að verðmæti 70 þúsund krónur.

Það er hægt að lesa meira um vélina á heimasíðu Einar Farestveit hér.

 

Hægt er að pressa marga mismunandi safa í röð hvern á eftir öðrum en nóg er að renna vatni í gegn um hana til að hreinsa hana. 
Vélin pressar ávexti, grænmeti, hveitigras, hnetur og soyjabaunir.  Það er hægt að stilla hversu mikið kjöt/ hrat verður eftir.

 

Og fyrir 2. og 3. sætið þá eru veglegar gjafakörfur frá Kötlu sem innihalda meðal annars íslenska pönnukökupönnu.

 

Leikurinn og leikreglur.

 

  1. Setja mynd á Instagram af skemmtilegum brunch þar sem pönnukökur  gerðar úr “Shake and Bake” pönnsumixi Kötlu sjást. Flaskan utan af mixinu verður líka  að sjást á myndinni. Einnig verður að setja hasstöggin #kotlubrunch og #femmeisland með.
    (Ef þú ert ekki með instagram þá getur þú sett myndina á facebook-síðu Kötlu)
     
  2. Setja Like á Facebook-síðu Kötlu.
     
  3. Kvitta undir þessa bloggfærslu hér fyrir neðan með nafni og netfangi svo hægt sé að hafa samband við vinningshafa.

 

Sú mynd sem fangar brunch stemmninguna frábærlega og sýnir flottar pönnsur verður síðan valin af mér ásamt dómnefnd frá Kötlu.

 

Það er til mikils að vinna og mun leikurinn standa til 1. okt. Þú ættir því að hafa nægan tíma til að skella í eitt stykki brunch með "shake and bake" pönnsumixi frá Kötlu og setja á Instagram eða Facebook

Katla áskilur sér rétt á að nota innsendar myndir í kynningar án greiðslu.

 

Marta Rún

#kotlubrunch #femmeisland 

Under Armour gjafaleikur


Drögum út á morgun, ert þú búinn að taka þátt?