Fréttir

Það er orðið kalt


Mér finnst alltaf svo gaman þegar veturinn kemur og maður getur farið að klæða sig fyrir alvöru! Þessar myndir eru nú reyndar ekki alveg glænýjar (ég er ekki alveg orðin svona verulega hvít) en ég ákvað að birta þær samt. 

Mættu í skoðun, það er ekkert mál


Ég fór í verkefni með Bleiku Slaufunni sem gekk út á það að sýna konum hversu lítið mál það er að mæta í leghálsskoðun. Ég hugsaði mig um hvernig best væri að koma því frá mér og segja frá og ákvað að einfaldast væri að sýna ykkur bara ferlið í sjálfssmellum.

REYKJAVIK BUTIK


Reykjavík Butik hefur opnað!

Vífilsstaðavatn


Að labba eða hlaupa hringinn í kringum Vífilsstaðavatn er eitt af því sem ég elska að gera.

Asíusúpa


Það voru veikindi á heimilinu mínu þessa vikuna og því reyndi ég að elda ekta góða veikindasúpu með engifer og chilli.

Blake Lively Babyshower


Blake Lively og hubby Ryan Reynolds tilkynntu það fyrir nokkrum dögum að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Það barn vinnur svo sannarlega í genalottóinu þar. Þessar myndir voru teknar af barnasturtunni hennar og þær eru með eindæmum krúttaðar og einstaklega fallegar. 

Makkarónur Matarkisturnnar


Ég er mikill aðdáandi makkaróna og ég tel mig búna að finna hvar er hægt að finna þær bestu á Íslandi.

FIMM UPPÁHALDS - KRISTJANA ARNARSDÓTTIR


Kristjana er 24 ára háskólanemi og stundar nám í mannfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla íslands. Einnig hefur hún unnið seinustu ár sem blaðamaður. Hún segir hér frá sínum fimm uppáhalds hlutum um þessar mundir.

Fyrstu bækurnar í safnið


Eftir að ég skrifaði einn af mínum fyrstu pistlum hér á Femme og tók saman óskalista um "coffee table books" þá er ég búin að vera bíða eftir því að geta pantað mér fallega titla á Amazon.

Iris Apfel fyrir & Other Stories


Ég rakst á þessar skemmtilegu myndir á heimasíðu &Other Stories og vildi deila þeim með ykkur. Iris Apfel er alltaf jafn fyndin finnst mér og þorir að fara sínar eigin leiðir. 

JANINGE - NÝR STÓLL FRÁ IKEA


Hönnunar studio-ið From us with love hannaði þennan stól fyrir IKEA. Þetta höfðu þau að segja um hann-
JANINGE are chairs that works equally well around a dining table in the home as a restaurant. The chairs are sleek, extremely durable and we have put a lot of care that they’ll look good from every angle – even from below. If I summarize JANINGE it’s chairs made ​​to last long. They are durable even for the eye.”

Café gourmand


Café Gourmand var alls staðar í París og það er svo sannarlega eitthvað fyrir mig.
Ég elska að fá mér eitthvað sætt með kaffinu mínu því ég er algjör sælkeri og þá hentar Café Gourmand einstaklega vel.
 Café Gourmand er oftast þannig að þrír litlir eftirréttir eru bornir fram með kaffinu.
Það er gaman vegna þess að þú veist ekki hvaða þrjá rétti þú færð og þú færð mismunandi brögð. Þetta eru litlir skammtar en samanlagt er þetta í raun eins og að fá sér einhvern einn eftirrétt. 

 


Ég fór í síðustu viku á Le Bistro á Laugaveginum til að setjast niður í einn kaffibolla og sá að Café Gourmand var á matseðlinum, ég varð svo glöð og þetta var það sem ég fékk.

Ég valdi mér Americano og með því fylgdi mini Creme Brulee, mini tiramisu og mini súkkulaði mús.

 

Allt saman á 1190 kr með kaffinu.
 

Þetta verður klárlega aftur fyrir valinu þegar mig langar í kaffi og eitthvað sætt með.

Marta Rún

#lebistro #france 

 

 

Bleika Slaufan - Ert þú búin að fara í skoðun ?


Ég er stödd á Íslandi þessa dagana og kíkti með systur minni á kaffihús í dag. Við keyptum okkur bleiku slaufuna með kaffinu og settum á peysurnar okkar. 

House in the Hamptons


Innlit dagsins er fallegt og einstaklega hlýlegt. Hjá mér eru það ljósin sem standa upp úr og svefnherbergið. 

Flutningar


Þessi mynd lýsir eiginlega lífi mínu í hnotskurn síðustu daga. En við erum búin að vera standa í flutningum frá London til Swansea. 

Berglind Berndsen í Nordic Style Magazine


Berglind er innanhús-arkitekt og á hún þetta ótrúlega fallega, tímalausa og klassíska heimili.
Mig langar virkilega mikið í vinnuaðstöðuna hennar.

BARNASTURTA


Vinkonur mínar komu mér á óvart í gær

IWOOD og innblástur fyrir barnaherbergið.


Innblástur og skemmtilegar vörur.