Fréttir

Vínsmökkun


Mér var fyrir ekki svo löngu boðið á vínsmökkun hja Haugen Grubben sem er ein af stærri innflutningsaðilum og heildsölu á víni.

Equipment haustið 2014


Skyrtur eru í meirihluta í fataskápnum mínum, ég finn endalaus tilefni og notagildi í þeim. Ef einhverjar skyrtur eru flottar og virkilega góðar þá eru það Equipment, og ég vildi að ég ætti þær í öllum litum. Sniðið er tiltölulega einfalt og laust. Silkið í þeim er algjör snilld - ef þær eru krumpaðar þá þarf ekki nema að hengja þær upp í smá stund og það sléttist úr þeim. Nýjasta herferð þeirra fyrir veturinn finnst mér ótrúlega flott, og flott hvernig myndirnar eru flestar svarthvítar en mynstrin eru sýnd í lit. 

Ég fór í Ostaskólann, langar þig að fara?


Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég lærði heilan helling.
Hvað er hvítmygluostur, harðir ostar, rauðkíttisostar ?
Hvað drekkur maður með ostum og hvað er best að borða með ákveðnum ostum?
Hvernig eru þeir búnir til ?

Svörin við þessum spurningum og mörgum öðrum færðu í Ostaskóla Búrsins.

Það er mikið af smakki og meðlæti þannig það á að mæta svangur því maður fer algjörlega pakksaddur heim og fullur af fróðleik.

Ég tók nokkrar myndir og ég mæli algjörlega með því að þú farir. Einnig eru hér fyrir neðan eru dagsetningar á næstu námskeiðum.

 

 Ostaskólinn 2014

Námskeiðin hefjast kl 18:30 nema annað sé tekið fram og eru um það bil 2 klst af gómsætri ostafræðslu þar sem ostar og meðlæti samsvara léttri máltíð.  Búrverjar ráðleggja fólki að byrja á því að koma á grunnnámskeiðið, Ostaást 101. Skoðaðu námsskrána hér að neðan og hringdu svo í
551-8400 til að panta.

SEPTEMBER

Þriðjudagur    23.         Ostaást 101                          Kr. 5.800

Fimmtudagur 25.      Ostar og Vín með Sævari        Kr. 6.500

OKTOBER

Þriðjudagur   7.       Te og Ostar með Tefélaginu     Kr.4.800

Fimmtudagur 16.     Ostar og Bjór                              Kr 6.500

Mánudagur    20.    Ostaást 101                                Kr 5.800

NÓVEMBER

Fimmtudagur  6.   Ostar og vín með Sævari              Kr 6.500

 

Ef þú ert matar- og ostarunnandi þá lætur þú þetta alls ekki fram hjá þér fara,

 

Marta Rún 

#burid

Poached Egg


Ég er mjög mikið fyrir brunch og útbý stundum sunnudagsbrunch fyrir vini og vandamenn. Einn daginn fékk ég algjöra leið á því að gera "scrambled eggs" og venjuleg steikt. Ég fór því á netið og lærði að gera Poached egg og það er EKKERT mál!

HOME DETAILS


Ég er að rembast við að klára raða og ganga frá í íbúðinni hjá mér. Stundum er maður svo lokaður, þannig það er nauðsynlegt að að skoða hvernig aðrir gera og fá hugmyndir.

Kötlu leikurinn heldur áfram.


Kötluleikurinn er í fullum gangi og hér eru nokkrar myndir frá þeim sem nú þegar hafa sent inn.

FIMM UPPÁHALDS - LINNEA AHLE


Linnea er fædd og uppalin í Svíþjóð en hefur búið síðustu ár hér á Íslandi. Hún er eigandi af vefversluninni petit.is og sölufulltrú hjá Ígló&Indí. Hún sagði mér frá sínum fimm uppáhalds hlutum um þessar mundir. 

babylove vol.2


Eins og þið kannksi vitið orðið þá er ég algjör "sökker" fyrir fallegum barnaherbergjum.

Christian Louboutin Naglalökk


Flestir kannast eflaust við heimsfræga skóhönnuðinn Christian Louboutin. Núna í lok ágúst kom út fyrsti hlutinn af bjútílínu hans, þessi undurfögru naglalökk. 

Með þeim fallegri..


Þar sem ég er að fara að taka íbúðina aðeins í nefið þá geri ég ekki annað en að glugga í falleg innlit og týna til innblásturinn. Ég rakst á þetta fallega og persónulega innlit sem er mjög vandað og flott. 

Balsamik bakaðar kartöflur og rauðlaukur


Þessi kartöfluuppskrift er ein af þeim bestu sem ég hef smakkað og auðvitað frá uppáhaldskokkinum mínum honum Jamie Oliver.

Dökkar varir


Ég kíkti aðeins út á lífið í gær. Ég enda oftast á að gera hár og makeup "eins" hjá mér í þau skipti sem ég set upp fulla grímu. Ég ákvað því að breyta aðeins til, flétta á mér hárið og skella á mig þessum fína dökka varalit. Ok ég fléttaði mig reyndar ekki sjálf. En það er önnur saga. 

Risa Gjafaleikur FEMME og Kötlu


Núna er ég ásamt Kötlu að fara af stað með spennandi leik.

Þið sáuð í vikunni færsluna um “Shake and Bake” vöruna frá þeim, ef hún fór fram hjá ykkur þá má sjá hana hér.

Þetta er vara sem ég hef notað mjög reglulega og ætla ég í samstarfi við Kötlu að fara í leik þar sem varan verður í aðalhlutverki og kynna hana betur fyrir ykkur.

Pönnukökumixið fæst í öllum búðum um allt land en ég vill að þú lesandi kær prufir hana fyrir mig og deilir með okkur afrakstrinum þínum.

 

Það er til mikils að vinna en við ætlum að gefa Hurom safapressu HH2, safapressu fagfólksins, að verðmæti 70 þúsund krónur.

Það er hægt að lesa meira um vélina á heimasíðu Einar Farestveit hér.

 

Hægt er að pressa marga mismunandi safa í röð hvern á eftir öðrum en nóg er að renna vatni í gegn um hana til að hreinsa hana. 
Vélin pressar ávexti, grænmeti, hveitigras, hnetur og soyjabaunir.  Það er hægt að stilla hversu mikið kjöt/ hrat verður eftir.

 

Og fyrir 2. og 3. sætið þá eru veglegar gjafakörfur frá Kötlu sem innihalda meðal annars íslenska pönnukökupönnu.

 

Leikurinn og leikreglur.

 

  1. Setja mynd á Instagram af skemmtilegum brunch þar sem pönnukökur  gerðar úr “Shake and Bake” pönnsumixi Kötlu sjást. Flaskan utan af mixinu verður líka  að sjást á myndinni. Einnig verður að setja hasstöggin #kotlubrunch og #femmeisland með.
    (Ef þú ert ekki með instagram þá getur þú sett myndina á facebook-síðu Kötlu)
     
  2. Setja Like á Facebook-síðu Kötlu.
     
  3. Kvitta undir þessa bloggfærslu hér fyrir neðan með nafni og netfangi svo hægt sé að hafa samband við vinningshafa.

 

Sú mynd sem fangar brunch stemmninguna frábærlega og sýnir flottar pönnsur verður síðan valin af mér ásamt dómnefnd frá Kötlu.

 

Það er til mikils að vinna og mun leikurinn standa til 1. okt. Þú ættir því að hafa nægan tíma til að skella í eitt stykki brunch með "shake and bake" pönnsumixi frá Kötlu og setja á Instagram eða Facebook

Katla áskilur sér rétt á að nota innsendar myndir í kynningar án greiðslu.

 

Marta Rún

#kotlubrunch #femmeisland 

Pssst


Reykjavík Butik er vefverslun sem opnar í oktober. Ég rakst á hana á pinterest.

Fleiri myndir frá tískuvikunni


Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér mjög skemmtilegt að fylgjast með fólkinu á tískuvikunni. Eins og er stendur tískuvikan í Mílanó yfir og fer síðan yfir til Parísar. Þessar myndir eru bæði frá London og Mílanó. 

Nýtt inn síðustu daga


Kaupæðið mitt heldur áfram.
Það er hræðilegt fyrir budduna mína að vera vinna á svona flottum stað þar sem ég sé nýjar & fallegar vörur nánast á hverjum degi og oftar en ekki fá þær að fylgja mér heim. 

SNEAK PEAK


Ég lofaði myndum af nýja heimilinu. Hérna er smá sneak peak af instagram.

Ostaskóli Búrsins


Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námskránni. Engar frímínútur en heldur engin heimavinna. 

Vinningshafi í Tribo Gjafaleiknum


Þá hef ég dregið út vinningshafann í gjafaleiknum með Tribo. 

ZARA á Instagram


ZARA er loksins komið með instagram aðgang þar sem þú getur fylgst með öllum nýju vörunum sem koma í hverri viku.
Ég mæli með að þú followir - xx