Fréttir

Innanhúss innblástur frá MENU


Pinterest, hvar væri ég án þess? Líklega heima sitjandi á gólfinu með stafla af innanhúss tímaritum að sanka að mér hugmyndum, sem myndi taka tífalt lengri tíma en að henda sér bara inn á vefinn. Ekki misskilja mig, ég geri það stundum og stundum en Pinterest gríp ég í daglega, oft á dag meira að segja. 

Helgi í London


Mér finnst það afar mikilvægt að dekra við sjálfa mig af og til og ákvað ég því að kaupa mér flug til London fyrr í maí.

Innlit - New York chic


Bethenny Frankel ætti ekki að vera ókunnug þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi. Hún er ein af þessum umdeildu í The Real Housewives of New York. 

Tískuförðun Vol.2


Nú er Fashion Editorial Makeup-kennsla númer tvö liðin hjá mér í Reykjavík Makeup School og mig langar því að sýna ykkur nokkrar myndir úr þeim tíma. Að þessu sinni fékk ég vinkonum mína Unni Birnu til að sitja fyrir. 

 

Í þessum tíma notaði ég vörur frá nola.is , ILIA Cosmetics, NABLA og Anastasia Beverly Hills

 

Hér eru nokkar myndir úr tímanum með lista af þeim vörum sem ég notaði fyrir hverja förðun fyrir sig. 

Grænn ofurdrykkur


Ég bjó til trylltan ofurdrykk sem ég verð að deila með ykkur!

Spænskur þorskréttur


Eftir að hafa búið á Spáni hef ég reglulega smakkað allskonar fisk sem er eldaður með hráskinku eða chorizo pulsum en ég hef aldrei eldað svoleiðis rétt sjálf. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir og púslaði svo saman því sem mér leyst best á. Ótrúlega fá hráefni sem þarf í þennan rétt en hann heldur betur slóg í gegn hér heima. Þetta er eitthvað sem ég mun klárlega gera aftur. Rétturinn er líka ótrúlega fallegur, ferskur og góður og hentar vel í matarboð með lítilli fyrirhöfn með góðu hvítvíni.

Gallaskyrta frá Blitz


Ég eyddi seinustu helgi í London hjá Sigurbjörgu bestu vinkonu minni. Að sjálfsögðu fengu nokkrir fallegir hlutir að fylgja mér heim. 

Trufflupasta með stökkri parmaskinku


Hér er frábær lúxus uppskrift fyrir helgina, trufflupasta með stökkri parmaskinku, parmesan og klettasalati. Vörurnar fékk ég að gjöf frá frábærri vefverslun sem heitir portarossa.is þar sem ítalskar hágæða vörur fást sem eru sérstaklega vel valdar. Þar er hægt að fá pasta, olíur, sultur og fleira. Einnig ýmislegt annað á borð við kerti, súkkulaði og aðrar skemmtilegar gjafavörur.
 

BBQ Chickpeas chop salad


Þetta salat er ótrúlega fljótlega gert og rosalega gott. Ég gerði uppskriftina á instastory á sínum tíma og margir sem báðu mig um uppskrift. Seint kemur en kemur þó. Fullkomin réttur fyrir meatless monday eða alla aðra daga ef þú hefur lítinn tíma.

Reynsla mín af Organi Cup


Ég verð að viðurkenna að það er ekki langt síðan að ég varð meðvituð um allt óþarfa rusl sem ég hendi á hverjum degi. Sem neytendur verðum við að vera meðvituð um þessi málefni.

ILIA Cosmetics


Að þessu sinni langar mig að segja ykkur aðeins frá vörum sem ég var að fá. En þetta eru vörur sem ég hef verið mjög spenntur fyrir og er gjörsamlega dolfallinn fyrir. En það er merkið ILIA Cosmetics sem hefur fangað förðunarfræðings hjartað í mér að þessu sinni. En þær snyrtivörur fást í snyrtivöruversluninni Nola í Katrínartúni eða þá nola.is 

Gráleitt veður kallar á gulan kjól


Ég fékk ótrúlega margar spurningar varðandi kjólinn sem ég klæddist um seinustu helgi.

Lét Hárið Fjúka


Ég lét verða af því sem mig er búið að langa til að gera lengi og ég snoðaði mig. Ég hef einusinni gert það áður og það var fyrsta skiptið sem ég gerði það. Á þeim tíma var það rosalega stór ákvörðun að taka fyrir mig vegna þess að hárið mitt hefur alltaf verið mjög stór partur af mér og mínum stíl og hef alltaf lagt mikinn metnað í að hárið líti vel út. 

Workout app


Ég má til að deila með ykkur snilldar appi sem ég fann fyrir tilviljun.

Fullkomin uppskrift af hollum próteinpönnukökum


Mér til mikillar gleði hef loksins masterað hina fullkomnu uppskrift af próteinpönnsum!

Spaghetti Carbonara


Ég hef sett þessa uppskrift áður á bloggið en ég ákvað að endurnýja myndirnar og laga textann og minna aftur á þennan frábæra rétt.
Þetta er ekta ítalskt spaghetti carbonara. Einn af mínum uppáhalds sjónvarpskokkum var hinn ítalski Antonio Carluccio, ég treysti honum mikið þegar það kemur að pasta og ítölskum réttum. Þó svo að yfir ævina hafi mér ekki fundist Carbonara neitt sérstaklega spes en komst þá að því að ég hafði í raun ekki smakkað neitt alvöru ítalskt spaghetti carbonara. Þetta er klárlega besta uppskriftin af því sem ég hef smakkað.

Fjólubláar flíkur


Núna er kominn tími til þess að taka fram sumarlegu flíkurnar og pakka saman rúllukraganum. Ég er að vonast til þess að ef ég klæði mig sumarlega þá hætti að snjóa .. 

Steldu stílnum vol.6


Yfir daglegu rútínunni þegar ég kjarna mig upp í sófa með kaffibolla og Pinterest, þá skaust þessi mynd upp á feed-ið mitt. Litapallettan er ekki mikil en heillaði mig samt sem áður. Þessi græni litur er að koma sterkur inn, ég sé hann vera bregða meira og meira fyrir. Persónulega er ég alveg orðin húkt á honum og langar að bæta honum við hérna heima. 

Óskalistinn minn


Eins og oft er sagt þegar manni langar rosalega í eitthvað - maður getur látið sig dreyma… Og ég er sko heldur betur búinn að láta sjálfann mig dreyma upp á síðkastið. 

Ég er alltaf að skoða í búðum, á netinu og tímaritum og finn mér oftar en ekki eitthvað skemmtilegt sem ég ætla vonandi einn daginn að eigna mér. 

Á meðan ég geri mér upp plan um hvernig ég get gerst milljónamæringur þá læt ég mig dreyma og hægt og rólega bæti ég við hinum ýmsu hlutum í óskalistann minn. 

Ítalskt stökkt kjúklingasalat


Það er hægt að gera ótal margar aðferðir af góðu kjúklingasalati sem geta verið einföld og með fáum hráefnum. Hér er eitt stökkt og gott ítalskt kjúklingasalat.